Þegar þú horfir á einhvern hlut, fellur ljós frá honum inn í augun á þér sem senda boð (eða mynd) til heilans um hvað þau séu að skynja. Ég nenni ekkert að vera að fara nánar út í þessa sálma. Þessi skynjun er þess vegna ekkert ósviðuð því sem við skynjum þega við snertum eitthvað, finnum lykt af einhverju eða heyrum o.s.frv. nema hvað að heilinn túlkar þessi boð frá auganu þannig að við sjáum þrívíða mynd í lit.
Það sem ég hef hinsvegar verið að pæla í, fyrst þegar ég var svona 9-10 ára er hvort við séum öll að sjá sömu litina.
Ég veit að ef ég spyrði einhvern mann úti á götu hvernig himinninn væri á litinn myndi hann segja blár (eða ég reikna svona með því). Hinsvegar er ekkert víst að hann sjái sama blá litinn og ég. Getur ekki verið að hans “litakerfi” ef við getum kallað sem svo, sé öðruvísi en mitt kerfi?
Eins og ég talaði um fer þetta allt eftir því hvernig heilinn túlkar skynjun okkar og heilar okkar virka nú ekki eins. Kannski eru til litir sem ég hef aldrei og á aldrei eftir að sjá en einhver annar sér á hverjum degi.
Það er svolítið erfitt að útskýra hvað ég á við en ég vona að þið séuð eitthvað að skilja þetta röfl í mér. Það er meira að segja hægt að fara með þetta svo langt að kenning Einsteins sem hér er búið að margræða (“allt er afstætt”) eigi fullkomlega við, við skynjum öll liti og þ.a.l. hugsum um liti á mismunandi hátt sem þýðir að einhver ákveðinn litur er mjög ósennilega eins í hugum okkar, og þess vegna afstæður.
En þetta er nú eiginlega bara hálfgerður útúrdúr og ég gæti komið með þá marga hér því ég hef svo oft velt þessu fyrir mér gegnum árin.
Þetta er annars bara mín pæling og ég held það hafi nú enginn minnst á þetta hérna á huga en ef svo er þá biðst ég velvirðingar á því að vera að þreyta ykkur með þessu aftur, ég þurfti bara að koma þessum pælingum “á blað” og frá mér.