Tímaflakk takk fyrir

Ég var að pæla efitr að hafa séð slatta af myndum um tímaflakk eins og The Butterfly Effect og Back to The Future trílógíuna. Auðvitað er ekki hægt að ferðast aftur í tíman og mun líklegast aldrei nokkurntíman verða hægt.

En

Ef maður myndi gefa sér það að það sé hægt og maður yrði fyrsti maðurinn sem myndi finna upp vél sem gæti farið aftur. Hvað myndi maður gera?
Ég hef verið að pæla í einu tilviki sem maður gæti gert en eina ástæða þess að maður myndi gera það væri líklega bara til að sjá hvort það væri hægt, ókei smá ruglingslegt en. Gæti eitthver farið aftur í tíman, ef hann hefði þá fundið upp tímavél sem virkar, farið á tímatal þar sem foreldrar hans væru ekki fæddir og skotið afa sinn eða ömmu?

ég hef komist af tveimur niðurstöðum sem gætu hvor um sig verið sannar en þó hef ég meiri trú á þeirri síðari.

1. Maður getur ekki gert það því ef maður drepur afa sinn og ömmu sína fæðast foreldrar manns ekki og því myndi ég ekki fæðast til að geta fundið upp tímavélina til að fara aftur í tíman til að fremja þennan glæp. En ef svo væri að maður færi aftur og héldi á byssu fyrir framan annaðhvort þeirra og myndi hleypa af skoti hvað myndi gerast, þetta er það sem gerir þessa kenningu svolítið holótta og erfiða þar sem maður er að breyta tilveru sinni og ætti því að breytast samferða því og ætti því aldrei að vera hægt að hleypa af skoti því í verst falli væri maður búinn að eyðileggja sig bara á því að kaupa byssuna í fortíðinni, það gæti haft mikil áhrif á framtíðina kannski myndi byssubúðin græða meiri pening en venjulega þann mánuðin og flytja burt í eitthverja stórborg til að selja meira og þá ætti hún að tapast út af minni mans samferða því og æska manns myndi breytast mikið bara því að byssubúðin væri ekki til staðar, hefði maður fundið upp tímavélina þá? ókei núna er þetta komið út í rugl en 1. kenningin er svohlóðandi að það sé ekki hægt því maður yrði aldrei til.

2. kenningin er svohljóðandi að maður getu auðveldlega gert það því þegar maður hefur ferðast aftur hefur maður skapast þar sem lífform og með því að skjóta þetta fólk er maður bara í rauninni að þurrka út fortíð sína. Allar minningar manns yrðu falskar þrátt fyrir að hafa gerst á annari tímalínu sem hefði myndast ef maður hefði aldrei farið aftur. þannig að maður getur skotið þau en maður getur aldrei snúið aftir til síns fyrra lífs því bara að birtast í fortíðinni breytir slatta af hlutum. Þessi kenning er að mínu mati skotheldari en hin en maður veit ekki hvort er rétt því tímaflakk verður líklega aldrei fundið upp og ef það yrði fundið upp yrði erfitt að sanna þetta annað hvort myndi maðurinn vera sendur á geðveikrahæli með sína fölsku minningar eða að hann kæmi aldrei í þennan heim til að sanna það.

Þetta getur fengið mann til þess að sitja og hugsa tímum saman. Mjög vangaveltanlegt efni hér á ferð.

En hvað finnst ykkur? hvor kenningin er áreiðanlegri eða hafið þið eitthverjar kenningar um þetta málefni sjálf?

(auðvitað væri engin svo heimskur að prófa þetta. En gaman er að hugsa út í þetta) (afsakið líka takk fyririð í byrjun langaði bara að byrja eitthvað á takk fyrir)
Eat your shoes, Don't forget the strings And sox