Já. Einmitt. Fólk veit hvernig “Kenningin” er
“nokkurnveginn”. Kenningin, spyr ég. Það eru margar
þróunarkenningar og misjafnt hver þeirra er í tísku.
Áður en lesturinn hefst skal haft í huga að ekkert er
satt og sannað, klárt og kannað. Við erum öll bara að
grúska í kenningum. Þó ég sé ekki að reyna að móðga
neinn vil ég samt að fólk taki þetta allt inn á sig og
velti sér uppúr þessu og komi með málefnaleg svör af
sama kaliber og berast þegar skít hefur verið kastað í
náungann. Mér finnst merkilegt fyrirbæri hér á huga að
menn svara því málefnalegar eftir því sem þeir lenda í
fáránlegra og vanhugsaðra skítkasti.
Fyrir nokkru var í tísku kenning sem gekk út á það að
lífið hefði hafist á jörðinni á þann máta að ákveðin
efni urðu fyrir rafstaumi sem knúði þau til að hvarfast
og mynda stærra, flóknara efni og svo koll af kolli
einhvern veginn. Gagnrýni á þessa kenningu snýst
aðallega um það að svo flókin efni hefðu ekki haft
lífslíkur snjóbolta í helvíti, á því að verða til, þó
að sú “lífræna súpa” sem átti að hýsa efnahvörfin
hefði verið svo umfangsmikil að næði hún 500 ljósára
þvermáli, að nokkru leiti vegna þess að þegar svona
rafstaumi er hleypt á efni eru álíka líkur á því að
efni sundrist aftur og á því að það bæti við sig, en
einnig vegna þess að fjölliðun(það er ferlið nefnt
þegar sameindir bæta við sig á þann hátt sem þarf til
að gera þessi stóru lífrænu efni)getur ekki farið fram
í vatni. Prótín, nú til dags er aðeins búið til af DNA,
en DNA verður einungis til úr öðru DNA og RNA. Mótrök
sem færð voru fyrir því að sameindir mynduðust víst á
jörðinni voru þau að efnin gætu hafa hoppað upp úr
vatninu og fengið í sig straum sem gerði akkúrat rétta
efninu sem auðvitað var í viðbragðsstöðu, svífandi um í
rafmögnuðu loftinu, og beið þess að eitthvað svona
myndi gerast, færi á að tengjast stóru sameindinni, sem
svo stingur sér aftur í vatnið til að sundrast ekki i
nákvæmlega sama rafmagni og hún vonar að haldi áfram að
stækka sig, risa sameindina. Fyrir utan það augljósa er
eitt rangt við þessa mynd. RNA er þess konar
risasameind sem sundrast í vatni.
Nú er í tísku kenning þess efnis að lífrænu efnin hafi
svifið til jarðar í loftsteini. Þessi kenning varð til
vegna þess að menn hættu að trúa því að mögulegt hafi
verið að lífræn efni hafi getað myndast á jörðinni m.a.
vegna vatnsins sem sundrar efnunum. Þeir leiða líkur
til þess að efnin hafi myndast í einum gasrisanna´,
nágranna okkar t.d. júpiter. Þar gætu hafa verið hentug
skilyrði fyrir myndun slíkra efna: Hvernig komust þau
hingað? Ja, humm, uh… það kom loftsteinn og tók efnin
og fór með þau til jarðarinnar og sveif nógu hægt til
að brenna ekki upp eða sjóða efnin inni í sér og síðan
lenti hann mjúklega á nákvæmlega réttum stað til að
lífrænu efnin gætu hafið þess konar víxlverkun sem
leiddi af sér fyrstu lífverurnar, sem AUÐVITAÐ þróuðust
og þróuðust, hvað sem það orð þýðir annars, þar til
allt varð eins og það er núna.
Þróun. Lífrænt efni, RNA, hóar í vini sína og þeir
troða sér allir saman í prótínhjúp sem ákvað að verða
til að gamni sínu og þá er kominn veira, Húrra!
Nú til dags eru bara til veirur sem teljast ekki vera
lifandi fyrr en þær festa sig við frumu (það getur ekki
verið önnur veira) og sprauta kjarna sínum inn og skipa
frumunni að búa til fleiri veirur. Veirur eru ekki
frumbjarga lífverur og hafa ekki getað stuðlað að þróun
því þær lifa ekki nema eithvað þróaðra komi á undan.
Úps.
Segjum þá að fyrsta lífveran hafi verið gerill sem
lifði á úthverfum efnahvörfum brennisteins. Gerlar eru
dreifkjörnungar. Einn daginn datt nokkrum þeirra í hug
að hafa kjarnan alltaf á sama stað í umfryminu, og allt
í einu fóru að koma fram nýjar gerðir lífvera, sem voru
einkjörnungar. En einkjörnungarnir gátu ekki nærst á
úthverfum efnahvörfum og gátu allt í einu borðað
gerlana og aðra einfrumunga, Því einhver frumuEinstein
fann upp meltingu lífrænna efna og gat því framleitt
öll nauðsynleg ensím og mekanisma til að valda því að
efni annarrar lífveru komu inn í viðkvæmt jafnvægi
umfrymis hans. Svo datt einni frumunni að vinna orku úr
sólarljósi. En ljóstillífun er svo flókin að menn
skilja enn ekki að fullu hvernig hún fer fram, og það
hefur aldrei fundist einfalt afbrigði af ljóstillífun
svo ég viti. Ég vildi að ég gæti breytt gerð frumnanna
minna svona. En þetta hefur ekki gerst oft aftur síðan
þá af einhverjum völdum.
Svo fann einhver upp kynlífið. Einhverjar frumur tóku
upp á því að deila með sér erfðavísum eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
Svo kom að því að nokkrar frumur urðu ofsa góðir vinir
og svaka hjálpsamar og fóru að gera ýmislegt hver fyrir
aðra. nokkrar buðu sig fram til að melta, aðrar til að
fanga bráð og sumar til að knýja veruna áfram.
Fjölfrumungar spruttu upp eins og gorkúlur og komu af
stað tískubylgju sem enn sér ekki fyrir endan á. Já það
er fyndið hvernig gerist stöku sinnum, að einhver fruma
tekur sig til og fer að hegða sér allt öðruvísi en
forritið sem foreldrið lét þau fá sagði til um. Til
gamans vil ég sletta því hér að enn hefur ekki fundist
beinn forveri nokkura dýra, þ.á.m. manna, heldur er
alltaf talað um hliðlæga stofna innan tegunda. T.d. var
Neanderthal- maðurinn ekki forveri mannsins heldur
frændi hans. Og fyrst að voru svona margar hliðlægar
greinar við þann stofn sem maðurinn varð síðan að.Hvað
varð um hinar manngerðirnar. Mannskepnan er svo
einsleit erfðafræðilega að við erum öll talin vera
komin af um 10.000 manns sem voru uppi fyrir um
79-80.000 árum. En fyrir þann tíma er talið að maðurinn
hafi verið miklu fjölbreyttari erfðafræðilega. Hvað
varð um þá menn? Af hverju er ekkert eftir af þeim
neinstaðar?
Ef þú kæmir saman hópi vísindamanna í dag og gæfir þeim
ótakmörkuð fjárráð og eins mörg stök frumefni og þeir
gætu ímyndað sér að þurfa að nota gætu þeir ekki búið
til RNA, DNA, veiru, geril eða nokkra lífveru sem væri
áþekk því sem nú gerist eða hefur mögulega gerst fyrr á
tímum. Lífverur eru gríðarlega flókin fyrirbæri og menn
á mínum aldri (22) eða yngri sem telja sig gjörþekkja
málið eru á villigötum. Ég er sjálfur rétt að byrja að
geta ímyndað mér hversu lítið ég veit um þessi mál.
Þess má geta að ég tel lífverur hafa þróast frá
einföldum upp í flóknar á nokkurnvegin þann hátt sem
hér er lýst. Mér þykir bara einfaldara og líklegra að
Guð hafi notað þessa aðferð við að skapa en að eitthvað
hipsumhaps hafi áorkað öllu þessu. Eða eins og
kenningin um rakhníf Occams segir nokkurnveginn-
Einfaldasta skýringin er liklegust til þess að vera
rétt.