Þegar ég fylgist héðan af hliðarlínunni með umræðu um siðferði, langar mig aðeins til að skjóta inní:
Ég tel að siðferði geti ekki staðist, þar sem það hefur engan grunn. Það er hægt að rekja það í hugmyndir um rétt/rangt, gott/illt.. en þessháttar hugmyndir eru því miður sama marki brenndar.. að þær hafa engan grunn.. þe án þess að hann sé tilbúinn.
Ef siðferði er óröklegt, þá getum við ekki neitt um það sagt. Þá munum við vera upp á náð og miskun hina ýmsu “messíasa” sem sagan kann að framleiða.
Siðferði eins og það virðist vera, og það er aðeins til í hugum fólks, er ólíkt milli manna.. þe hver virðist hafa sína útgáfu, þó með sameiginlegum punktum, oftar en ekki.
Ég hafna hinni almennu hugmynd um siðferði, þar sem hún er óljós, órökleg, og oft byggð á geðþótta eða tilfinningum sem eru í eðli sínu óhæfur grunnur. Ef við skoðum hugmyndir um siðferði, þe ef við söfnum hugmyndum fólks saman í eina. Þá verður sú Hugmynd um siðferði uppfull af mótsögnum, þal rökfræðilega ógild. Þess vegna hafna ég siðferði. Ég hafna siðferði einnig, fyrir þá sök að vera í “lausu lofti” án nokkurs grunns.
Þó er ég með tillögu..
Ég tel að við ættum að geta skapað röklegt kerfi, sem gegnir hlutverki LAGA. Við þetta röklega Lagakerfi væri hægt að bæta, ef vill, röklegum siðaboðum.. sem væru þó ekki reglur eins og við skiljum þær nú.. mun frekar kerfi sem byggir á umbun.. kerfi sem verðlaunar þegna sína fyrir að ganga legnra í átt að sameiginlegu MARKIÐI sem lagakerfið beinir kröftum sínum. Siðferði verður þannig “bónus”kerfi (hljómar kjánalega en er það alls ekki).. góð lög eiga að gera borgurum auðvelt að vera góðir borgarar.. lagakerfi verður að vera hugsað fyrir manneskjur, fyrir breiskar manneskjur, þær eru nú einusinni mannlegar ef þær eru mennskar ;) .. Þessi hugsun er líklega par-öld of snemma á ferðinni, en hún er að mínu viti röklegt framhald af lagaþróun. En svo dæmir sagan auðvitað um það.
LÖG, sem röklegt kerfi, byggir ss á “markmiði”.
Hlutverk löggjafarvalds verður því, og er, að setja samfélaginu sem það hefur vald yfir, MARKMIÐ. Til lengri tíma, eða svo langt sem reynist framkvæmanlegt/raunsætt miðað við umhverfi tímans.
Við getum því hugsað “samfélag” eins og það hafi staðsetningu, í tíma og rúmi, hafi “lögun” eins og hlutur.. en “lögun” væri ss uppbygging lagakerfisins á hverjum tíma. Lögun samfélagsins ætti því að breyta sér, aðlagas aðstæðum umheimsins. Allt með sett MARKMIÐ í huga.
Breytingar þurfa auðvitað að vera nægilega hægar svo að samhengi haldist.. svo að stöðugleiki haldist.. svo að lög séu nægilega stabíl svo að hægt sé að fylgja þeim. Væntanlega munu þessháttar lög alltaf hafa einhvern kjarna sem mun seint ef nokkurn tíma breytast, td morð séu ólögleg.
Ég hugsa LAGAkerfi ss eins og hlut, með “lögun”, í rúmi og tíma, með “staðsetningu” og “markmið”, og “stefnu”.. ath að “stefna” þarf ekki að vera sú sama og “markmiðið” .. stefna getur breyst til að laga sig að breytingum í umhverfi og samtíma, þó að markmiðið sé óbreytt.
Siðfræði, gæti ss orðið SIÐAkerfi, sem tæki mið af LAGAkerfinu.. eða ölluheldur “Markmiðinu” sem Löggjafarvald hefur sett. Borgari gæti ss lagt sína hegðun á vogarskálarnar, þe í átt að “Markmiðinu”.. þetta yrði að vera vel skilgreint, og mjög hlutbundið, svo að það sé framkvæmanlegt. Td væri hægt að hugsa sér blóðgjöf, eða aðra samfélagslega þjónustu, sem siðferði lega RÉTTA innan vel skilgreinds kerfis, sem lýtur rökum. Þess háttar verk sem dæmast RÉTT innan SIÐAkerfis samfélags, ættu ss að vera verðlaunuð af yfirvaldinu/ríkinu. Þannig að hinn siðprúði fær eitthvað fyrir sinn snúð.
Ég hugsa mér LAGAkerfi(+SIÐAkerfi), sem hlut, í rúmi og tíma, með “lögun”, “stefnu”, og “kraft”.. þal eins og hlut með vektor.
Ef við stöndum nú á toppi falls, og horfum yfir landslag, skorið af gilum og dölum, ám og vötnum, söndum og klettum. Ef við stöndum þarna, og horfum út í fjarskan, sjáum við fjallstind við sjóndeildarhring. Ef við erum lögin, lagakerfið, löggjafarvaldið.. þá horfir það í kringum sig, og sér “Markmiðið”(ákjósanlega staðsetningu í framtíð), td fjallstindinn í fjarska. Löggjafarvaldið segir við sjálft sig, “þarna er verðugt markmið, samfélagi og komandi kynslóð til góðs.. þetta er verðugt markmið” .. Markið er ss sett á fjallstindinn í fjarska.. en svo verður að spá í leiðina þangað.. Bein æeið yfir umrætt “landslag” er ekki endilega besta leiðin. Veður og vindar munu breytast, um þá verður að spá. Landslagið er breytilegt, það verður að kanna. Óvæntir atburðir hindra ferðalag okkar, við verðum að vera viðbúin að breyta um “stefnu”.
Af þessu leiðir að “stefnan” er ekki endilega sú sama og “markmiðið”.
Ég veit ekki hvort ég gerði mig skiljanlegan þetta sinnið, en ég gerði tilraun. Vonandi áttar fólksig á þessu líkingamali, mér finnst það stundum betra til að koma hugmyndum frá mér í heilu lagi, og kannski með færri orðum.
Ég get ekki mælt nægilega mikið með bókinni eftir Sun Tzu, “The art of war” líklega skrifuð fyrir 211 fKr.; Ótrúlega næringarrík bók. Það er jafnvel talið að Napóleon hafi lesið hana ;) , en hvað um það. Það sem ég var að tala um landslag og markmið, má ef til vill skilja betur með hliðsjón af þessari bók, sérstaklega þó fyrstu “bókunum”(köflunum). Ómetanlegt verk og enn í fullu gildi!
Takk fyrir
VeryMuch