Við höfum fundið upp bíla, flugvélar verksmiðjur, álver ofl. Þetta mengar allt, hitinn á jörðinni fer endalaust hækkandi, ísinn a norðurpólnum er að hverfa og því hækkar í sjónum. Við eiðum ósónlaginu, fólk andar að sér svifriki útá götu, tíðni öndunarfærasjúkdóma eikst. Við virkjum ár og drekkjum stórum landsvæðum. Við erum að drepa náttúruna með okkar vísindum og nútímatækni.
Framfarir í læknavísindum hafa valdið offjölgun í heiminum, fleira fólk fæðist sem notar bíla ofl. Menguninn verður enn meiri. Náttúran getur ekki endalaust gefið auknum fjölda fólks að borða. Allt sem nútímamaðurinn borðar inniheldur litarefni, rotvarnarefni, kvikasilfur og annan óþverra sem safnast fyrir í líkamanum og drepur okkur á endanum. Væri síðan ekki betra að byssur hefðu aldrei verið fundnar upp? eða atómbombur?
Margir myndu segja að lífið væri leiðinlegt án tækni, við gætum ekki horft á sjónvarp eða verið í tölvunni og tónlist væri mjög takmörkuð. En væri lífið svakalega leiðinlegt án þess? Við myndum ekki sakna þessa ef þekktum það ekki og er þetta ekki oft bara eitthvað sem fólk notar því það hefur ekkert að gera.
Þegar forfeður okkir reikuðu villtir um jörðina urðu þeir að veiða sér til matar, það var mikil líkamleg áreinsla og því þjáðist fólk ekki af offitu á þeim tíma.
En voru þeir ánægðir með lífið? Fólk sem lifir svipuðu lífi og þeir t.d. Indíánar á Amazonsvæðinu www.amazon-indians.org eru ótrúlega ánægðir með lífið þó þeir búi við frumstæða tækni og þunglyndi þekkist ekki hjá þeim.
Svo ég held að steinaldarmennirnir hafi haft það betra en við.
Ég held að framfarir í vísindum séu ekki af hinu góða.
Maybe this world is another planet's hell.