Hamingja
Fyrst hamingja helst hönd í hönd við það að einfaldlega vera sáttur við lífið, getur þá verið að maður geti meðvitað tekið þá ákvörðun um að vera hamingjusamur? Mér fyndist það mjög líklegt þar sem fólk er flest meistara sjálfsblekkjarar og sjálf er ég engin undantekning. Nú hef ég lesið rannsóknir með yfirskriftirnar “Söngur eykur hamingju” og “Haft áhrif á líðan annarra í gegnum tónval” og hver hefur ekki fylgst með þáttunum “The Human Face” á RUV eða gluggað í bækur eins og Emotional Intelligence eða Leggðu Rækt Við Sjálfan Þig… Þegar þú syngur upphátt og helst af mikilli innlifun losna efni í heilanum á þér sem láta þér líða mjög vel, þú færð útrás og tjáningarfresli (og þörf) þitt nær ákveðnu hámarki og er mettað. Tónn í rödd þinni og svipur á andliti hefur ótrúlega mikið að segja hvernig fólk kemur fram við þig, skemmtilega og kurteisislega eða fúlt og dónalegt. Emotional Intelligence eftir Daniel Coleman (líka til í íslenskri þýðingu) er aðallega byggð á ýmislegum rannsóknum sem eru hverjar annarri athyglisverðari og fjallað er ýtarlega um heilann og heilastarfsemi. Virkilega skemmtileg bók. Hin seinni “leggðu rækt…” eftir Önnu Valdimarsdóttur (minnir mig) er algjörlega á sálfræði nótunum. Mjög gagnleg við þunglyndi og sem “Víst get ég þetta!!” blekking. Skilar miklu af sér ef lesið er með rétt viðhorf. Allt þetta drasl og dót bendir mér á það að hamingja sé ákveðin týpa af hugsunarleysi. Ég er alls ekki að segja heimska, heldur að sumt efni verður að tabú-i! Ekki hugsa svona, um þetta eða hitt því þá !!veistu!! þú verður þunglyndur eða ekki sáttur og þ.a.l. óhamingjusamur! Hvað segið þið? Fólk?