Jæja, ég ætla að gera tilraun til þess að sjá hvort einhver geti
skilið þessa hugmynd sem ég hef haft í kollinum í nokkra
mánuði.
Ég reyndi að útskýra þetta yfir matarborðinu eitt kvöldið en fólk
leit á mig eins og ég væri af öðrum heimi.

Ég byrja þetta á spurning: Sjáum við öll eins ?

Getur það verið að við sjáum öll heiminn nákvæmlega eins ?
Þegar ég sé rautt blóm lítur það þá út nákvæmlega eins og
það sem félagi minn sér ?
Eða sér hann kannski gult blóm, en segist sammála mér um
að það sé rautt, vegna þess að honum hefur alltaf verið kennt
að það sem hann sér sem gult heitir rautt ?
Og það er ekkert vitlaust hjá honum frekar en hjá mér…
Getur það verið að við greinum liti á allt öðruvísi hátt ?

Ég og vinur minn horfum á bláan hatt. Ég segi að hann sé blár
og vinur minn segir líka að hann sé blár. En hvernig getum við
vitað að við sjáum sama litinn? Þó að við segjum báðir að
hatturinn sé blár þá er það bara af því að okkur var kennt í
bernsku að þessi tiltekni litur heitur “blár” en okkur var aldrei
kennt að læra “hvernig” blár litur er. Þ.e. hvað hann er.
Eina leiðin til þess að kenna einhverjum litina er að benda á
dæmi þ.e. sólin er gul.

“Sjáðu hvað sólin er gul. En teppið er rautt.”

Er kannski allur litaskalinn í hausnum á okkur en hann er ekki
í sömu röð ? Ég bendi ekki á neina ástæðu þess að svo sé
og get ekkert sannað það. En það er ekkert heldur hægt að
afsanna það ? Er það nokkuð ?

Prófið að lýsa lit…..það er ekkert hægt….eina leiðin til þess að
“lýsa” lit fyrir einhverjum er að benda á dæmi. Og það gengur
ekki því að viðkomandi sér auðvitað litinn á hlutnum og setur
sama sem merki milli þess lits og þess lits sem hann hefur
séð á öðrum hlutum.

Sjáum við öll eins ? Er hægt að sanna það eða afsanna ?
Verður það hægt ?

Jæja ég gerði mitt besta til þess að reyna útskýra þessa
hugmynd mína. Hún er ekki byggð á neinu heldur bara ýmsu
sem hefur verið í kollinum mínum síðustu mánuði.

Hefur einhver verið að hugsa um það sama ? Skilur þetta
einhver ?

PS. Ekki blanda litblindu inn í umræðuna… Hún hefur ekkert
með þetta að gera…