Confucius Ævi hans


Confucius fæddist 28. september 552 eða 551 f. Kr. Í ríkinu Lu í Kína. Hann dó u.þ.b. 73 ára gamall eða í sumarbyrjun 479 f. Kr.
Ekki er vitað mikið um móður hans fyrir utan að hún var fátæk og aðeins 15 ára gömul þegar hún fæddi hann. Faðir hans hét Shu Lianghe og var afkomandi aðalsætta sem missti lönd sín og völd í Song-ríki og neyddist til að flytjast til Lu-ríkis. Þetta var ekki óalgengur hlutur í Kínaveldi því hún skiptist upp í ótal smáríkja og aðalsættir gátu misst öll lönd og völd á svipbrigði við pólitískum umbreytingum.
Þrátt fyrir fátæktina er nokkuð ljóst að Confucius hafi hlotið góða menntun þrátt fyrir fátæktina þó ekkert er vitað um neina kennara. Það var kannski ekki aðalatriðið því hann var vanur að segja að þar sem þrír menn fara saman getur alltaf einhver lært eitthvað. Skemmtilegt er samt að segja frá því að Confucius fékk aldrei nógu mikil laun í ráðuneytisstörfum sínum til að lifa vel þannig að hann kenndi hliðsjónar hinu starfinu. Löngu seinna þegar hann gafst upp á öllu stjórnmálarstússinu hélt hann áfram að kenna. Hann var fyrsti maðurinn sem sögur fara af sem hafði ofan af fyrir sér einungis með kennslu og því hefur hann gjarnan verið kallaður fyrsti kennarinn.

Ungur að árum, í kringum tvítugt, var hann minniháttar framkvæmdarstjóri af einhverju tagi í Lu-ríkinu. Seinna meir náði hann að vinna sig upp sem dómsmálaráðherra (Justice Minister). Á þessum tíma var talið að hann hafi hitt Laozi (Lao Tse), höfund Taoisma. Samt eru engar staðfestar heimildir fyrir því. Taoistar halda því fram að Confucius hafi ferðast til Zhou-ríkisins, þar sem Laozi vann sem skjalarvörður í keisaralegu bókasafni Zhou-ríkis, til þess að læra af honum. Í samtölum þeirra var sagt að Confucius hafi lært meira af Laozi en frá öllum bókum safnsins. Ég er samt meira á þeim buxum að þeir hafi hirst þegar Laozi ferðaðist um ríkin að dreifa visku sinni og hafi Confucius komist á tal við hann í Lu-ríkinu. Hitt hljómar eins og Taoistar vilja láta Laozi, og þar af leiðandi Taosiman, líta gáfaðri og betri út.
Lu-ríkið var eitt ríkasta ríki Kína á meðan Confucius vann fyrir það og fannst honum það að hluta til vera hans kenningum um stjórnarfar að þakka. Stoppið í ráðherraembættinu var samt stutt því honum blöskraði stjórnarhættir Ji Huanzi forsætisráðherra og spillingu keisarans að hann sagði af sér og þá hóf margra ára flakk hans milli ríkja í norðurhluta Kína ásamt nokkrum lærisveinum. Markmiðið með því flakki var að fá ríkin til að taka upp stefnu sína. Þetta var ekki óalgengt að lærdómsmenn með ákveðnar skoðanir á pólitík ferðuðust milli ríkja og byði valdhöfum þjónustu sína. Fyrst fór hann til Wei-ríkis. Honum fannst stjórnhæfileikar Ling fursta ekki ýkja merkilegir en hann náði samt sem áður að halda völdum þökk sé ráðgjafa síns að mati Confucius. Furstinn vildi hinsvegar láta Confucius kenna sér herstjórnarlist en þá var Confucius nóg boðið og yfirgaf Wei-ríkið.

Alls ferðaðist hann í 13 ár án þess að nokkuð gekk og sneri hann heim sextugur í sitt gamla ríki. Á þeim tíma hafði Ji Kangzi, valdamesti maður ríkisins, ráðfært sig við hann í gegnum milligöngu lærisvein hans Ran Qiu. Ran Qui aðstoðaði Ji Kanzi við stóraukinni skattheimtum á stuttum tíma. Confucius varð alveg æfur yfir þessu og sagði öllum öðrum lærisveinum sínum að gagnrýna hann.
Confucius hafði ekkert embætti seinustu æviárin en hann fylgdist með stjórnmálunum í Lu og taldi sig vita allt um það helsta sem gerðist þar á bæ.
Confucius varð lítið ágengt í lifandi lífi við að fá stjórnvöld til að taka upp kenningar sínar. Hann naut engar sérstakrar virðingar umfram aðra fyrirverandi embættismenn, og á banabeði átti hann ekki rétt á því að fá opinbera þjóna til þjónustu. Lærisveinar hans báru hins vegar takmarkalausa virðingu fyrir meistara sínum og bjuggu sig sem opinbera þjóna til að votta honum virðingu sína. Confucius kunni illa við því og bað þá um að hætta því.


Speki Confucius

Lunyu kallast speki hans en Lunyu er hægt að þýða sem Ummæli, Spakmæli eða Speki og því er speki Confucius og Lunyu það eitt og hið sama.
Það merkilegasta við þetta rit er að það var í yfir tvö þúsund ár mest lesna bókin í Kína. Allir opinberir starfsmenn áttu að geta vitnað í hana og keisarinn sjálfur mátti ekki brjóta gegn leiðbeiningum Confucius í henni. Það má segja að Lunyu gilti jafn mikið fyrir embættismenn og Biblían gildir hjá prestum. Ekkert rit hefur haft jafnmikil áhrif í jafnlangan tíma á menningu og stjórnkerfi nokkurs ríkis.
Lunuy er samt líklegast skrifuð af ýmsum lærisveinum hans og lærisveinum þeirra því stíll og munur í nafnanotkun sýnir það. Öll ummæli Confucius eru líklegast ekki nákvæmlega rétt en samt sem áður er þetta tiltölulega áreiðanleg heimild.

Confucius hlotnaðist ekki mikil virðing á meðan hann var á lífi, fyrir utan lærisveina hans sem báru gríðarlega mikla virðingu fyrir honum. Ekki er vitað hve margir þeir voru. Í Lunyu eru 26 nefndir. Í ýmsum öðrum ritum er sagt að þeir voru um sjötíu. Mesti sagnfræðingur fornaldar, Sima Qian, sem fyrstur var að skrá kínverska sögu á kerfisbundinn hátt, segir frá í söguritum sínum að Confucius hafi haft þrjú þúsund lærisveina. Þar af hafi aðeins 77 nefndir á nafn og þrjátíu og fimm af þeim viðurkenndir sem lærisveinar hans af öðrum ritum. Því má segja að mismunandi skoðun er á Sima Qian og öðrum hvað teljist sem lærisveinn. Kannski ekki bara þeir sem fylgdu honum um allt og gerðu allt sem hann kenndi heldur líka jafnframt þeir sem lærðu ekki meira en hálft ár eða svo en miðluðu samt visku hans til annarra.

Þegar Confucius kenndi þá notaðist hann við safn af bókum sem heita Five Classics sem er þýtt á íslensku Ritningarnar fimm. Þessar bækur eru enn notaðar við Confuciusisma og skiptast þær niður í ritin: Breytingaritningin, Ljóðaritningin, Siðaritningin, Söguritningin og Vors og Hausts-ritningin (tímabilið 722 f. Kr. – 481 f. Kr.). Stundum hefur verið nefnt að ritin voru upphaflega sex og sjötta ritið hafi verið Klassíska tónlistin en það rit týndist fyrir um tvö þúsund árum síðan. Það segir sig eiginlega sjálft um hvað ritin fjalla nema Vors og Hausts-ritningin en það er saga Lu-ríkisins á tímanum sem er gefinn upp hérna að ofan.
Confucius lagði alltaf mesta áherslu á lærdóm. Vegna þess er hann kallaður Hinn Mikli Meistari af Kínverjum. Hann sagði lærisveinum sínum að læra misskunarlaust eins mikið og hægt væri um allan umheiminn með stuðning bókmennta.
Hann kallaði sjálfan sig “senditæki sem finnur ekki upp á neinu”. Þessi setning á mjög vel við hann enda er ekki vitað til að hann hafi sjálfur samið nein rit. Hann notaði oft fornrit og vitnaði í þau í máli sínu sér til rökstuðnings.


Confuciusismi
Fólk sem hefur heyrt eitthvað getið til Confucius hafa vafalaust einnig heyrt um confuciusisma. Þessar kenningar eru mjög útbreiddar í Kína og öðrum löndum eins og t.d. Taiwan, Japan, Kóreu og Víetnam.
Þessar kenningar björguðu Kínverjum fyrst þegar Qin-keisaraveldið var við stjórn (221 f. Kr. – 206 f. Kr.). Það veldi sameinaði öll ríki Kína undir einni einræðisharðstjórn. Fyrsti Keisarinn reyndi að útrýma hugmyndum Confucius því þær stríddu svo mikið gegn hans stjórnarfari og kenningarnar voru orðnar mjög útbreiddar þá. Fyrsti Keisarinn kallaði milljónir bænda í herinn og til þegningarvinnu. Hún fólst meðal annars í byggingu keisarahallarinnar og byggingu Kínamúrsins. Fjölmargir vegir, grafhýsi, hallir og Kínamúrinn voru byggðir á þessum tíma undir harðstjórn og létust fjölda margir við að byggja þetta ásamt því að hundruðir þúsunda fjölskylda þurftu að flytjast til að byggja allt saman.
Þökk sé fílefldum fræðimönnum björguðust meirihluti bókmennta Confucius undan bókabrennunum miklu árið 213 f. Kr. Sem keisarinn fyrirskipaði.
206 f. Kr. Höfðu Kínverjar fengið nóg og var það ekki nema von að manngildiskenningar Confucius höfðuðu til fólks eftir fimmtán ára ógnarstjórn Qin-veldisins. Kínverjar drukku í sig boðskap Confucius um dýrkun forfeðra, mikilvægi fjölskyldubanda og virðulega framkomu. Ríkið sem tók við tók upp confusiusisman. Þessar kenningar héldust svo í stjórnarfari ríkisins allt fram að 1913 þegar kommúnísk stjórn tók við öld og Kínaveldið varð að Kínverska lýðveldinu, sem er frekar vitlaust nafn þar sem ekkert lýðveldi er í landinu. Confuciusmi á ekki við í því stjórnarfari því ríkisstjórnin er frekar ósiðferðileg eins og best sá á Torgi himneskar friðar 4. júní 1989.

Í meginatriðum snýst confusiusismi um fjölskylduhefðir, dýrkun forfeðra, að virðing sé sýnd öldruðum af börnum og eiginmönnum af konum sínum og að fjölskyldan sé grundvöllur að góðu stjórnarfari. Það sem einkennir kenningar hans og kennslur og gerir þær frábrugðnar flestum trúarbrögðum eru siðferðin og hvernig hann beitir rökhyggju til að sýna fram hvernig fólk eigi að haga sér. Það voru fjórir hlutir sem hann leyfði aldrei. Þeir voru tilgátur, fullkomleg endalok, ósveigjanleiki og eigingirni.
Í confuciusisma er mjög lítið sem er umdeilanlegt og hefur fólk fylgt hans reglum síðan hann kenndi þær í fornu. Reynt var einhvers staðar á 18. öld að hagræða kenningum hans og úr því varð Neo-Confuciusismi en hún varð ekki vinsæl því hún var allt of ólík confuciusisma og bara ekki rökrétt.
Sagt er að þessi speki hans sé hundrað sinnum rökhyggjulegri en vestræn heimspeki. Það er vegna þess að hann sýndi fram rök á öllu sem hann kenndi og ekkert var deilanlegt, allt var rökrétt, en vestræn heimspeki eru oft kenningar sem erfitt er að styðja eða sýna fram á. Það þýðir samt ekki að vestræn heimspeki sé vitlaus.


Lokaorð

Confucius náði aldrei markmiðum sínum þegar hann var á lífi og var hann í augum flestra ekkert merkilegri en hver annar maður. Kenningar hans náðu samt til fólks þegar það þurfti loks á ljósi að halda og ná til fólks enn í dag alveg óbreyttar.
Ég ætla að enda með orðum hans sem kölluð er Gullna reglan og kemur hún fyrir í alls konar myndum í nánast öllum trúarbrögðum og menningum en hans hljómar svona:

“Það sem þú vilt ekki að sé gert þér skaltu ekki gera öðrum”


Heimildir fékk ég úr bókinni Speki Konfúsíusar og wikipedia.org
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”