Er núllvídd til? Ef ég þyrfti að reyna að gera mér hana í hugarlund, þá kæmist ég ekki að einfaldari hlut en punktur.
Þessi punkktar geta verið eins og legókubbar þegar ég ætla að reyna að sklja fleiri víddir.
Og maður sem er í núllvídd getur ekki gert neitt(nema kannski snúið sér í hringi)
En þetta er allt svo einfalt að við skiljum það ekki einu sinni. Okkar heili getur bara skilið hugtök og hugsanir á ákveðinni “bylgjulengd”.
Ég get skapað einvídd úr tveim punktum. Ef ég er með tvo punkta hlið við hlið, og bind band á milli, þá er ég kominn með einvídd(eins og guð myndi horfa á hana.)
En hvernig ætli sé að eiga heima í einvídd? Maður gæti ekki snúið sér við, bara horft í sömu áttina, og séð ekkert nema punkt, sem er núllvídd.
Tvívídd get ég skapað úr 3 punktum. Ég tek bara upprunalegu 2 punktana, og mynda þríhyrning með þeim þrija, og tengi svo allt saman aftur.
Það sama geri ég með þrívídd, ég bæti bara einum punkti við, þannig að úr verður píramídi með þríhyrning í botninum.
Hérna er ég hinsvegar stöðvaður.
(Við gefum okkur einnig að kúlulaga hlutir geta ekki verið með, það myndi flækja málin óþarflega.)
En get ég búið til fjórvídd úr 5 punktum? Ef svo er, hvert ætti hann að fara? Það er ljóst að þessi tilraun er langt fyrir ofan það bylgjusvið sem ég hugsa á. En afhverju ætti þá Einstein eða Stephen Hawking að geta það frekar? Erum við mennirnir ekki svo óralangt frá þessu hugtaki að það er ekki nokkur leið að skilja hana?
Það að ég bæti einum punkti við þýddi samkvæmt “formúlunni” minni að fjórvíddin sé kannski ekki svo flókin. Eða kannski þýðir það að hún sé einmitt svo flókin?
Það er nokkuð ljóst að efni er allt öðru vísi eftir víddum. Getur maður í tvívídd snúið sér við? Við vitum það ekki einu sinni, því við lifum ekki í tvívídd og skiljum hana því ekki til hlítar. Heili okkar, og efnið sem við erum gerð úr, taka aðeins á móti 3.víddinni.
En svo ég komi aftur að efninu. Efni í tvívídd hagar sér allt öðru vísi en í þrívídd. það er flatt, ekki með neina breidd, aðeins lengd og hæð.
EF ég kæmi með mann í heimsókn úr annarri víddinni, þá held ég að sú heimsókn yrði ansi takmörkuð. Gæti hann hreyft sig um stofuna rétt eins og ég, eða myndi hann bara renna fram og aftur í beini línu?
“Líttu til hliðar.” segi ég.
“Hliðar? Hvað er það? Ég skil ekki hvað þú meinar. Og hvar ertu? Ég sé þig ekki lengur.”(Ég stend við hliðina á honum, en ekki beint fyrir framan hann)
En það að skapa víddir úr punktum er náskylt því hvernig við sjáum. Eins og hefur vafalaust komið fram hérna áður, þá sjáum við í þrívídd, maður í tvívídd sér þá í einvídd, o.s.fr.
Og eftir þessar vangaveltur ef maður farinn að hugsa: Eru þessar víddir einhversstaðar til, og ef svo er, eru þær þá fyrir utan alheiminn? Er þetta ekki bara uppfinning í okkur?
Er þá eitthvað fyrir utan okkar alheim, kannski tvívídd rétt við hliðina á okkar vídd, og svo fyrir “neðan” okkur er 5víddir, o.s.fr.? Þetta er alltof stór spurning til að ég fari að reyna að svara henni hérna. Hún verður að gerjast í mér, svo ég geti bætt við jarðnesku, mannlegu þröngsýninni í hana.
Hvurslags