ÉG hef tekið eftir því hér að það er margir ósköp hrifnir að stórahvellshugmyndinni. Sem er náttúrulega skiljanlegt því með allri þeirri tækni og hugarleikfimi sem við styðjumst við í dag er þetta það næasta sem við höfum komist um trúlega skýringu á tilurð alheimsins. En hvert er sambandið, samhengið skiljum við ekki.
Það trúa allir menn á guð, leynt og ljóst. En guð er ekki til, sá fjöldi trúabragða sem fyrirfinnast eru yfirleitt aðeins sögulegt, ævintýra minni, eins og vampíran, rauðhetta og nornarminnið, sprottið upp úr þjóðfélagslegum aðstæðum, umhverfinu, og afbökuðum atburðum. Þetta er minni búið til, til þess að útskýra hið óútskýranlega. Ég sagði að allir menn tryðu á guð, það geri ég líka, því hið óútskýranlega er guð.
EF við flettum ofan af hugmyndinn öllu viðbættu drasli sem hafa safnast af fáfræði í gegnum aldirnar og litum á alheimin frá sjónarhorni mannlegrar skynsemi sjáum við guð.
Við spyrðum hvaðan jörðin kæmi, þ.e. storknuð eldkvika, hvaðan himininn kæmi, þ.e. léttustu efnin svífa ofan á, og hvaðan er heimurinn, úr sólinni, hvaðan er sólinn, einhver reikistjarna úr sólkerfa kerfi, sem væri í hrúgu sólkerfa vetrabrautinna, og hvaðann kemur vetrabrautinn, Úr stóra hvelli. Það er þá, að eitt sinn hafi verið til næstum óendalegur massi í einni verund sem samkvæmt náttúrulögmálunum sprakk og þandi út efnið í tómin með ótrúlegri orku. Og hvaðan kom það. Ha? Hér erum við stopp.
ER það guð? Er það frumhreyfilskenningin sem ég er að ræða um? Ekki endilega.

Ég er mikill lestrahestur og hef lesið mikið, ég hef flakkað á milli bókasafna landsins og lesið um allt sem hugurinn girnist. Um daginn rakst ég bókina Gersemar Guðanna eftir Erich van dänken held ég að hann heiti. Ég sá þar áhugaverða hugmynd hans.
Best er að taka dæmi, hér er ég með einhverja ofurgáfaða framtíðartölvu, sem er forrituð með milljónum hugsanna í einu og getur þannig haft persónuleika. En tölvan er stödd í eilífu tómarúmi og getur þess vegna ekki tekið á móti neinum nýjum upplýsingum, fyrir utan það að tölvan hefur enga aðferð til að hafa áhrif á umhverfið sitt til upplýsingaöflunar enga skynjun, og er þess vegna föst inn í sjálfri sér. Nema það, að tölvan er með sjálfseyðingar búnað, hún getur sprungið. Og þar sem þetta er ofurgáfuð tölva, þá í stað þess að sitja aðgerðalaus að eilífu þá reiknar hún út sig út í ystu þrautar og lætur sig síðan springa á rétta augnablikinu og við réttu aðstæðunar, hún splúndrast í milljónir parta og þeytist út í tómarúmið. Um leið eyðileggst tölvan og persónuleiki hennar hverfur. En tölvan hafði reiknað sig nákvæmlega, eftir ákveðinn tíma, hittust öll brotinn aftur nákvæmlega á réttan stað og gerast tölva aftur. Og persónuleikinn er endurheimtur. Þetta gerir tölvan aftur og aftur í von um að einhvern tíman muni eitthvað gerast .
Þetta var bara dæmi. Sem lýsir samvitund eins guðs og eins verundar sem er eitthvað ástand sem við þekkjum ekki til. Og splundrast , eins og hún loki augunum og þreifi fyrir sér. Þetta er stóri hvellur. Samvitundin glatast þegar ástandið breytist í alheimin eins og við þekkjum hann í dag. En þensla er ekki endalaus, til baka fer hún einst og einhver andstæður miklihvellur. Og sameinast aftur í endalusan massa. Og þá er samvitundin aftur til. Aftur og aftur gerist þetta. Eins og andadráttur guðs.
Við mennirnir erum alltaf að velta okkur upp úr ýmsum spurningum þegar lífs andinn er að gera út af við okkur. Eins og brotin út tölvunni erum við. Hvert og eitt brot gat kannski innhaldið einhverja hugsun fyrrum harða disksins en var lítils megnugt. En það er allt í lag þar sem á endanum sameinast aftur brotnir eiginleikanir í einn mikilsmegnugann persónuleika. Og varðandi okkur mennina þá erum við sköpuð að guði þar sem við erum bara smávægilegur hluti af útreikningun sem leiða aftur til samruna. Örlögin er okkur áköpuð sem sagt samkvæmt þessu, en það er allt í lag því jafnframt er um við öll sem eitt guð líka að bíða eftir vakningu. En spurningin er : Af hverju eru við með í útreiknigum hans, maður sér það alveg í hendi sér að þótt við værum ekki með mundi alheimurinn samt aftur til baka ganga í samruna, við skiptum ekki máli. Nema það sé verið að reyna að fá eitthvað út úr þessu BigBAng brölti. Hann notar tækifærið og reynir í sífellu að gera sem mesta möguleika á því að eitthvað óvænt komi upp á.
Annað dæmi: þér langar til að lesa Hringadrottinsögu en það er ekki til eitt einasta eintak í öllum heimi. Þú sest niður, tekur miljónir scrabulkubba(kubbar með bókstöfum á) og lætur í málingardós, lokar og hristir. Kannski að einhverntíman í eilífðinni af óteljandi möguleikum birtist í miðri hrúgunni stafruna sem er allar níuhundruð blaðsíðurnar úr íslenskri þýðingu hringadrottinsögu staf rétt.
Eða : þér langar í súkkulaði, svo þú tekur fullt af efnum og lætur í kassa, lokar og hristir í milljarð ára. Þá koma upp úr kassanum vitsmunaverur með háskólapróf í súkkulaðigerð og gefa þér smávegins. Eitthvað álíka langsótt.
Vegir guðs eru órannsakanlegir.
Þetta er mín útskýring á hinu óútskýranlega.

nologo
…smá sýrðan rjóma takk