Tíminn er aðeins hugtak sem menn fundu upp. Tíminn er miðaður við hringrás jörð um sólu, og hringrás jörð um sjálfa sig. Tíminn á aðeins við jörðina. Þannig að sú spurning “hvenar varð tíminn til?”, eina svarið við henni er “þegar menn fundu hann upp”. Hugtakið “tíminn” er skilgreining manna á jörðinni, og með þessu hugtaki gátu menn reiknað út hvenar okkar pláneta varð til og okkar sólkerfi. Ef, í öðrum sólkerfum, á öðrum vetrarbrautum, er líf, þá hafa þær lífverur allt annað hugtak yfir þetta fyrirbæri, og þar með annan mælikvarða, og miða þann mælikvarða við eitthvað annað. Tíminn hefur semsagt margar skilgreiningar og marga mælikvarða. Tíminn er ekki eitthvað eitt.
Þá er spurningin, hvenar varð þetta fyrirbæri til sem við köllum tímann. Það varð til í “Mikla Hvelli”. Þá varð þessi alheimur til, og þar með sú vetrarbraut sem sólkerfið okkar er í. Áður en mikkli hvellur varð, þá var ekkert, því í mikkla hvelli urði til fyrstu frumefnin, rafeindir og niftendir og öll þau efni, sem hafa raðast saman á mismunandi hátt og hafa skapað öll þau fyrirbæri sem til eru í dag. Hafa þessi fyrirbæri þróast í mörg önnur fyrirbæri, sem jarðbúar hafa fundið upp skilgreiningar og hugtök fyrir.
En þá er spurningin, hvað var á undan mikkla hvelli? Sú kenning sem vísindamenn vilja hafa í dag, er að á undan mikla hvelli var tóm.
En það sem menn velta fyrir sér, hvernig gat þá þessi sprenging orðið, ef í “upphafi” var ekki neitt, út frá hverju varð þá allt til.
Til er kenning sem segir að “líf getur ekki kviknað af sjálfu sér”, á það bara við um lifandi fyrirbæri ? Hvenar geta þá dauðir hlutir kviknað af sjálfum sér, eins og þau lífvana efni sem urðu valdur af því að Mikkli Hvellur varð. Hvernig getur verið að í algjöru tómi hafi orðið sprenging, sem varð til út frá engu.
Þessvegna er þessi kennin um Mikla Hvell ófullnægjandi. Hún gefur enga skíringu á upphafi hans.
En þá er ef til vill hægt að íhuga það, að kannski er alheimurinn ekki sá eini alheimur í alheiminum. Alheiminum mætti þá líkja við sólkerfið, sem ferðast um vetrarbraut, sem ferðast um okkar alheim. Alheimurinn varð til í sprengingu sem varð til í annari sprengingu innan um þann alheim sem okkar alheimur er í. En þá er komið aftur að því, hvernig sá alheimur varð til. Þessvegna er hægt að fara í endalausa hringi með allskyns kenningar, með engan endi.
Kannski er allt í endalausri hringrás, það var ekkert upphaf, og það er enginn endanlegur endi. Allir alheimar, allar vetrarbrautir og öll sólkerfi verða til í endalausum sprenginum sem endurtaka sig sífellt, með endalausum endurtekningum.
Og þá er hægt að spurja, hvernig varð þessi hringrás til ?
Eins og sést, að þá er ekki hægt að finna endanlegt svar á þessu, eða endanlegt upphaf, þar sem allt fer í endalausa hringrás sem á sér engan enda. Því það er endalaust hægt að finna nýjar spurningar við öllum þeim kenningum og hugsunum sem við komum með. Og alltaf koma ný og ný svör, sem enn og aftur er hægt að finna spurningar við.
Já, ég er farin að tala í endalausa hringi. En málið er einmitt að vísindin eru alltaf að fara í endalausa hringi, sem mun aldrei eiga sér enda, því alltaf er fundið eitthvað nýtt við öll hugtök.