Það sem ég skrifa hérna gæti verið nokkursskonar ádeila á það persónuleikabrot af guði sjálfum, sem við getum mögulega kreist út úr biblíunni, með hjálp félagsfræði, sálfræði og bara einfaldri rökhugsun.
Ég ætla að sleppa því að hugsa um hvernig guð varð til, á þeim tímapunkti sem ég byrja þessar hugsanir, þá segjum við sem svo að guð sé til.
Jæja. Gott og Illt er kjarni allrar biblíunnar. Guð setti okkur þá skilmála að okkur væri umbunað fyrir að láta gott af okkur leiða, og refsað fyrir að framfylgja dimmum og myrkum hugsunum okkar. Ef við sleppum því að kryfja þessa skilmála of mikið, þá væri í sjálfu sér hægt að réttlæta þessa skilmála guðs, en aðeins upp að því marki að það var upphaflega hann sem skapaði okkur, með öllum okkar myrku og ljósu eiginleikum. Nokkurnveginn eins og að gefa einhverjum ókunnugum manni kerti, og berja hann svo ef hann slekkur á því, óháð því hvort honum finnst ljósið óþægilegt eða ekki.
Ef við horfum í gegnum augu hefðbundins kristins manns, þá eru þessir skilmálar guðs til lífs réttmætir. Þá kem ég loksins að minni stóru pælingu. Hvað gaf guði rétt til að skapa mig sem vitsmunaveru? Hann bjó mig til efnislega og andlega, og setti mér síðan skilmála sem ég þarf að búa við að eilífu. Ég kaus aldrei líf. Ég kaus aldrei að vera svo mikið sem hugsun. En af því að guð bjó mig til, þá þarf ég annað hvort að stikna í helvíti að eilífu, eða sleikja frelsarann nægilega mikið upp til að komast til himna.
Vó hvar er ég?