Nákvæmlega, nema það er nokkurn vegin öruggt að það sé ekki líf eftir dauðann,
“Nokkrun vegin öruggt”. Þannig þú útilokar það ekki.
vegna þess að líf er ekki skilgreint í alheiminum heldur aðeins afleiðing keðjuverkana,
Og er óhugsandi að þessar “raðir keðjuverkana” hafi orðið til þess að líf kom til sögunar? Við hinsvegar skilgreinum líf, þó óhugsandi heild geri það ekki. Vísindin hafa jafnvel rannsakað þetta mikið í sér fræðigrein; hún kallast líffræði.
þannig að ef það væri líf eftir dauðann þá væri alveg eins líf eftir dauðann fyrir bíla eða kerti.
Mennirnar hafa meðvitund; bíll ekki. Það er skilgreiningar munur á lífveru og ólífvana efni.
Sumir trúa að meðvitundin lifi áfram þrátt fyrir dauða líkamans. En hvernig getur það staðist?
Maðurinn hefur 5 skilningarvit, út frá þeim kannar hann heiminn sem hann lifir í og hluti þessa heims; raunveruleikan. Út frá þessum 5 skilngarvitum skilgreinir hann umhverið í kringum sig og fær hugmyndir um heiminn sem hann lifir í. En er heimurinn allt það sem við getum rannsakað með þessum 5 skilningarvitum?
Sá sem hefur verið blindur allt sitt líf ætti heldur erfitt með að ímynda sér liti, og sá sem hefur verið heyrnarlaus allt sitt líf ætti kannski heldur erfitt með skilja fegurð tónverka. Enda getur sá blindi ekki séð, hann skortir það skilngarvit og sá heyrnarlausi ekki heyrt. Þannig ef til væru fleiri skilningarvit en okkar 5, gætum við mögulega reynt að ímynda okkar hvernig við myndum “nema” okkar raunveruleika þá? Er hægt að útiloka að raunveruleikinn sé eitthvað meira en aðeins það sem þessi 5 skilngarvit, sem maðurinn hefur, getur numið? Eða er möguleiki að raunveruleikinn sem við lifum í sé hafinn yfir þessi 5 og við í raun takmörkum okkar rauvneruleika?
Ef sú er reyndin myndi líklega þrífast þar sú visku strönd sem við mennirnir með okkar sandkorn af þekkingu erum að reyna skilja.
Hvað vitum við um lífið? Líffræðin getur sagt okkur mikið út frá vísindalegum uppgötvunum en er auðvitað takmarkað af okkar skilningarvitum.
Hvað raunveruleikinn er í raun getum við aldrei vitað.
Þannig ég ætla ekki að útiloka að þar inni í þeim heimi sem við “sjáum ekki” þrífist einhvers konar meðvitund og geti haft áhrif á okkur.
Ég útiloka ekki að meðvitund geti lifað áfram í okkar raunveruleika þó það sé ekki endilega í þeim hluta sem við getum numið með okkar 5 skilningarvitum.