Það getur verið ..áhugavert að líta á okkur mannfólkið og okkar plánetu frá einföldustu rökhugsun. Við látum tvær verur á jörðina, það líður að því að þær verða svangar og samkvæmt eðlisávísun þeirra, hvað sem það nú er, þrá þær mat. Ekki er þó nóg um hann á þessum stað. Ætlar þá önnur veran að setjast að snæðingi á hinni verunni þar sem það er úrslitakosturinn. Uppgvöta þær þá að það er sárt, verulega sárt að skerða hold sitt. Þrátt fyrir það berjast þær til dauða í stað þess að svelta og sú sem hefur betur fær kjöt, Einfalt. Fleiri tegundir koma til sögunnar og hver ólík annarri.
Að einhverri ástæðu eru nokkrar tegundir betur gerðar til þess að sigrast á hinum, og þar með lifa þær af. Fæðukeðjan verður til, “The survival of the fittest”.
Ein tegund stóð þó framar þeim öllum. “Homo Sapiens Sapiens”, Maðurinn sem veit að hann veit. Ekki voru það náttúruleg morðvopn sem að gerði hann að “Yfirráðanda” plánetu okkar, heldur vitsmunir hans.
En nóg um það.
Litli maðurinn okkar hefur þó vannræktað stóra, fullkomna heilann sinn í geggnum árþúsundin. Þótt við kunnum að nota ennþá aðeins 5-10%af honum. Ekki er hægt að taka það af honum að hann er uppfinningasamur og snjall á mjög mörgum sviðum. Hann hefur búið sér til kerfi til að samfélögin sem hann hefur skipt sér í virki, Tíminn. En hann býr yfir einu sem er jafnvel merkara en allt annað sem hann býr yfir, tilfinningar.
Þeir eru fullkomlega meðvitaðir um þær flestallar. þeir meiða ekki hvort annað og er það sjálfsagt, og eitt af gildum samfélags þeirra.
Mikið af fæðu er nú til á litlu plánetunni þeirra, þótt henni sé skipt ójafnt á milli íbúanna.
Ennþá borða þeir þó kjöt og finnst fátt betra. Til þess að verða sér út um það slátra þeir mörgum tugum milljóna annara “dýra” daglega sem þeir hafa ákveðið að séu lægra sett einfaldlega því þau geta ekkert gerð við því. Þar lauk dásemdarlífi þeirra, sem þjónaði þó þeim mikilfenglega tilgangi að þóknast manninum. Hver veit nema þetta hafi verið eina líf þeirra.
Einnig virðist sem þeim skorti föt, neyðin þeirra er augljóslega það stór að þeir þurfa að flá, ýmist lifandi eða myrt, fleiri milljónum dýra fyrir föt, auk sæta í flutningstæki þeirra og óteljanlegra vara. Sem þykir fínt.
Strax við fæðingu eru þau flest alin upp við kjöt neyslu og að það sé ekkert athugavert við það. Þau borða það með bestu lyst og litlu sakleysingjunum grunar ekkert illt við það. Þeim er kennt að það sé slæmt að meiða hvort annað og sama gildir um dýr og eiga þau að koma vel fram við þau. Þó þurfa þau ekki að vita um að þau eru myrt ýmist á hrottalegann hátt fyrir kjötið sem borðum svo.
Þau telja allt annað en spendýr drepanlegt án samviskubits. Á unga aldri er þeim kennt að þræða orma í geggnum járnvír og kasta honum út í vatn, þar bítur á fiskur sem er líka eitt af þeim mörgum “sálarlausu verunum” sem ekki þarf að hugsa um.
Þeir trúa margir á helvíti, sem er staður kvala og eymdar, og í mörgum “trúarbrögðum” þeirra er trúað á endurholdgun. Ef svo verður fæðast þeir mjög líklega sem vera og lifir aðeins fáeina daga þar til henni verður slátrað af sínum eigin forfeðrum.
Þó lifir langtum stærri hluti íbúanna áhyggjulaus, og þetta bjagar þá lítið. Enda eru flestallir blindir fyrir umheimnum og raunveruleikanum, heilaþvegnir frá fæðingu.
Þetta er eitt af ótal óskiljanlegum “göllum”(sem er of vægt orð) “mannsins”. En oft fæ ég þá tilfinningu að ég skammast mín fyrir að vera einn.
Ég hef engin orð sem geta lýst þessari veru.