Undarlegt…
Stundum er eins og eitthvað skelli á manni eins og alda og gjörsamlega taki yfir heilann á manni, þannig að maður getur ekki einbeitt sér að neinu öðru fyrr en maður hefur hugsað það til enda og komið því úr kerfinu :)
Kannist þið við þetta?
Ég var í Ensku-áfanga sem heitir Sci-fi enska og kennarinn sem kennir þar er alveg óendanlega heimspekilegur, hann er alltaf að leggja fyrir okkur spurningar sem virkilega fá mann til þess að HUGSA, hann er ekki einn af þessum kennurum sem lesa upp, láta mann glósa í 45 mín. og síðan fara.
Ég var í tíma hjá honum í dag þar sem hann varpaði fram spurningu til eins bekkjarfélaga míns og hún gjörsamlega festist í hausnum á mér… Hann sagði “Hvað er óendanleikinn, hafið þið einhverntímann reynt að sjá hann fyrir ykkur?”. Það var náttúrulega ekki mikið um svör hjá bekkjarfélaga mínum þar sem þetta er óvenuleg spurning til þess að fá framan í sig í miðjum enskutíma (Þessi kennari er snillingur :)
Ég reyndi ekki að sjá fyrir mér óendanleikann eða hugsa út í hann sjálfann, það sem vakti áhuga minn var hugtakið… að við menn skulum hafa hugtak yfir eitthvað sem er ómögulegt fyrir okkur að skilja. Við getum ekki skilið óendaleikann, það er of stór hugsun fyrir okkar litla heila :)
En þar sem ég sat í skólastofunni þá fór ég að skrifa ósjálfrátt hugleiðingu sem að flæddi bara allt í einu út úr mér:
Mannsheilinn getur ekki hugsað eitthvað til enda nema það endi.
Ef eitthvað endar ekki þá nær heilinn ekki að vinna úr því, því þá er hann fastur í hugsuninni og nær ekki að koma orðum yfir það.
Ef að óendanleikinn er hugtak þá nær það hugtak ekki yfir óendaleikann, því hugurinn nær aldrei að klára þá hugsun sem endar ekki.
Ég vildi bara deila þessu með ykkur og fá (uppbyggjandi) gagnrýni á þetta, ég er nýr :)
Kveðja, Pixie.