Will there ever be a boy born who can swim faster than a shark?
Þú ert ekki barn guðs.....
Ég er 18 ára. Ég fermdist. Ég gerði það fyrir peninga. Í dag er ég trúleysingi. Þegar ég dey fer ég ekki til helvítis. Þegar ég dey fer ég ekki til himna. Þegar ég dey þá hætti ég að vera til. Heilinn í mér sem inniheldur persónuleika minn, hvatir, hugsanir og allt annað sem einkennir mig sem einstakling hættir að starfa. Ég verð að mold sem fær kannski í sig fræ plöntu einn daginn sem verður að nýju lífi. Svona hefur þetta gengið í milljón ár. Er tilgangur með tilveru okkar á þessari jörð? Nei. Við erum einstaklingar. Við erum ekki sérstök. “Við erum öll syngjandi og dansandi mykja alheimsins”(Tyler Durden-Fight club). Það hefur verið gegnumgangandi í tilveru mannsins að búa til eitthvað æðra. Eitthvað meira. Það er eins og við sættum okkar ekki við það að það sem við sjáum í kringum okkur er raunveruleikinn og út fyrir mörk hans verður ekki farið. Vísindin hafa afsannað Guð en Guð er svo inngróinn í tilveru okkar að við neitum að sleppa höndinni af honum. Hann er “til” í ótal myndum. Syndin er orð sem búið var til til að stjórna mér. En ef ég geri eitthvað sem mér finnst vera rangt að gera þá er það rangt annars ekki. Ég trúi á almenna skynsemi þrátt fyrir óneitanlega heimsku mannkyns. Ég er konungur sjálfs míns. Ég ræð ferðinni. En ég mun halda áfram að búa mér til líf. Ég mun sennilega fá mér vinnu. Sennilega giftast samkæmt kristinni trú. Sennilega eignast börn. Sennilega lifa fram í elli og deyja vonandi elskaður af einhverjum. Ykkur er sama. Þessi ritun hefur ekki skipt neinu máli.