Þetta var spurningin í skoðanakönnuninni meðan þetta var skrifað og ég fór bara að velta fyrir mér, er í rauninni til röng skoðun? Skv. einni skilgreiningu er skoðun, álit einhvers á einhverju án þess að hafa sönnun fyrir því að það getur staðist. Þess vegna má í raun segja að um leið og það er hægt að afsanna eitthvað á alla vegu sem hefur sagt eða finnst um eitthvað, þá er það í raun ekki skoðun lengur. Um leið og það er hægt að afsanna eitthvað er það í tilgáta en ekki skoðun.
Síðan getur maður farið að pæla í ýmsu bakvið þetta eins og ef öllum heiminum finnst einhver skoðun einhverjar manneskju röng, hefur þessi manneskja ranga skoðun? Ef skoðun einhvers stenst ekki í eitt skipti eða 5 skipti mun hún aldrei standast ef hún verður prófuð aftur? Ég segi oft um alls konar tónlist og kvikmyndir að þetta sé lélegt efni en samt eru oft miklu fleira fólk sem fíla efnið heldur en fólk sem líkar tónlistina sem ég hlusta á. Er það kannski ég sem ætti að hætta ruglinu og fara að hlusta á píkupopp og gelgjumyndir?
Þetta er kannski það sem skilur að vísindi og heimspeki, það sem hægt og er ekki hægt að meta hvort sé rangt eða rétt.
If at first you don't succeed, then skydiving is definitely not for you.