Ég þarf að vita hvort að hann sé trúaður eða ekki til að komast fyllilega að afstöðu hans. Er hann að segja að Guð hafi skapað heiminn, og ef svo er, á hverju byggir hann það? Ef hann er ekki trúaður og ég er algerlega að miskilja hann, þá bið ég hann kurteislega um að leiðrétta mig. Það eina sem ég fæ til baka eru svör eins og “voðalega ert þú heimskur”. En málefnalegt.
Auðvitað eru göt í þróunarkenningunni, enda reynir hún að svara erfiðustu spurningu sem við stöndum fyrir. En málið er samt sem áður þannig að hún er byggð á vísindalegum athugunum og miðað við þá vitneskju sem við höfum um heiminn og það hvering hann virkar, þá er þetta besta kenningin sem er til staðar akkurat núna.
Það er voðalega einfalt að segja að í upphafi hafi dautt efni breyst í einhverja eimfrumunga sem síðan þróuðust á löngum tíma í alla þá miljarða af dýrategundum sem til eru..
Þetta er alls ekki einfalt. Þetta er kenning sem er byggð á áratuga rannsóknum. ÞAð sem er hinsvegar viðurstyggilega einfalt er að segja það að einhver ofurmaður hafi bara galdrað fram heiminn og allar lífverur í henni.*Það* er einfalt. Hvað styður þá ”kenningu”?
Nú er ég ekki að reyna að koma upp neinum “liðum”, trúaðir einu meginn og trúlausir hinum meginn. Ég er einfaldlega að reyna að höfða til skynseminar. Ég get ekki sagt að það sé ekki til neinn guð, ég hef engar sannanir fyrir því. Það er ómögulegt að afsanna tilvist guðs, alveg eins og það er ómögulegt að sanna hana. Ég get ekki haldið því fram að guð sé ekki til frekar en ég get haldið því fram að álfar og huldufólk sé ekki til, eða jafnvel Óðinn, Seifur eða Rah.
En geta menn þá sannað tilvist guðs? Nei. Öll trú á guð er einfaldlega blind ágiskun sem er ekki byggð á neinu. Ekki neinu. Hvaða ástæðu hefur fólk þá til að trúa á guð? Eru einhverjar sannanir? Rannsóknir? Skynsemi?
Það er voðalega einfalt að trúa einhverju sem hljómar vel og ómögulegt er að afsanna.
Það er það eina sem ég sé útúr því sem hann skrifar hérna - þú virðist hinsvegar gera allt sem þú getur til að forðast spurningu sem þú veist að þú getur ekki svarað og ert því að snúa útúr í hverju svarinu á fætur öðru..
Og hvaða spurning er það? Hvernig varð efni til? Ég, eins og svo margir aðrir hérna,veit að sjálfsögðu ekki svarið við þessari spurningu. Munurinn á mér og mörgum öðrum er hinsvegar sá að ég sætti mig við það að vita ekki svarið við eina erfiðustu spurningu í heimí, í staðinn fyrir að búa það einfaldlega til.
Ég mæli með því að þú setjist niður og lesir sköpunarsöguna eins og hún er í biblíunni.. hún er ótrúlega nálægt sannleiknum um það hvernig jörðin og jafnvel lífið varð til - sem þýðir að annaðhvort hafði sá sem hana skrifaði einhverja “guðlega” hjálp eða þá að hann var mörg þúsund árum á undan öðrum vísindamönnum.
Í fyrsta lagi: veist þú hvernig Jörðin og lífið varð til? Hvernig komstu yfir þær upplýsingar? Um hvað erum við rökræða þá?
Í öðru lagi þá hef ég lesið Genesis og samkvæmt henni var Jörðin sköpuð fyrir 6000 árum af almáttugum ofurmanni á innan við viku, fyrsti maðurinn var skapaður útfrá sandhrúgu og fyrsta konan úr rifbeini mannsins. Grænmetisætur og rándýr lifðu saman í friði og meðalaldur manna var 900 ár. Svo ég nefni nú ekki talandi slönguna. Í hvaða vísindabókum þú verið að glugga? Hvar eru risaeðlurnar? Hvar er þessi svipleiki sem þú talar um?
Aftur: ég er ekki að segja að guð sé ekki til, því það er ekki fræðilegur möguleiki fyrir mig að vita það. Það þýðir líka að aðrir geta ekki sagt að hann sé til, því þeir geta ekkert sannað tilvist hans frekar en ég get afsannað hana.
Pointið mitt er það að það er enginn grundvöllur fyrir trú. Hún er ekki byggð á neinu. Þetta eru ágiskanir sem eru gripnar úr lausu lofti. Ef þú viðukennir söguna um almáttugan guð, þá ertu í sjálfu sér að lýsa yfir áhugaleysi á því að komast að því sem gerðist í raun. Þú þarft engar vísindalegar rannsóknir ef þú veist hvort eð er að guð ber ábyrgð á öllu klabbinu.
Ykkur finnst Big bang kenningin vera vafasöm þar sem hún vekur upp spurninguna: “Úr hverju varð efni og hvað var á undan?”. En vekur hugmyndin um guð ekki upp nákvæmlega sömu spurninguna? hver skapaði Guð?
Big bang kenningin er a.m.k. kenning en ekki blind ágiskun.
Aðal umhugsunarefnið sem ég lagði fram var þetta: Ef einstaklingur heldur því fram að, þar sem vísindin geta ekki gert fyllilega grein fyrir uppruna lífs, að allt bendi þar með til þess að almáttug vera hljóti að hafa skapað þetta allt saman, er þessi einstaklingur þá ekki að reikna með því að vísindin hafa komist að öllu? Nútímavísindin geta kannski ekki fyllilega gert greina fyrir uppruna lífs, en framfarir í vísindum eiga sér stað á hverjum degi, og við erum sífellt að uppgötva nýja hluti. Að halda því fram að tilvist guðs sé augljós er það sama og að segja að vísindin hafa komist að öllu.
Getum við svo vinsamlegast byrjað að haga okkur samkvæmt aldri? Ég meinti ekkert illt með svörum mínum, ég er einfaldlega að reyna að taka þátt í umræðuna. En hey, ef þú færð þín machostig á því að móðga ókunnuga internet persónuleika, þá þætti mér leiðinlegt að drepa þá skemmtun fyrir þér.
Get ég reiknað með því að þú sért ekki með stolna kennitölu og getir hagað þér samkvæmt aldri?