Ég las grein hérna á vefnum um að vera góður. Mér þætti vænt um að fá útskýringar frá þeim sem telja það ekki vænlegt að vera góður vegna eigin hagsmuna.
Mig langar að minna fólk á það sem mér er mjög hugleikið þessa dagana og er eitt af boðorðum biblíunar, þó ég telji víst að skrifari hennar hafi varla fundið hann upp. Hann skrifaði þennan boðskap niður í sömu von og ég geri í dag, um að einhver sjái sannleikann í skrifunum. Því oftar sem hann er skrifaður og því oftar sem þessum ráðum er fylgt því betra fyrir okkur öll.
Þegar þú skilur að hagur náunga þíns er hagur þinn og hagur barna þinna og í raun allra lifandi vera er þinn eigin hagur, þá breytist lífssýn fólks.
Gerðu við náungann eða hvern sem er eins og þú vilt að náunginn gjöri við þig. Leiðin til guðs er sameining ekki sundrung. Stuðlaðu að hamingju annarra og þú munt verða hamingjusamur.
Auðvitað er oft erfitt að sjá þessi einföldu sannindi í okkar flókna lífi vegna þess að við höldum kannski að það að vera góður í dag skili okkur einhverjum hagnaði á morgun. Tökum fótboltamaninn sem dæmi: hvenær uppsker hann? Hann verður ekki mikið betri eftir eina æfingu, viku eða mánuð. Það tekur hann mörg ár að verða mjög góður í fótbolta. Sama er þetta með hegðunarmynstur okkar, það breytist smátt og smátt en það breytist.
Því meiri kærleik sem við sendum frá okkur því meira sjáum við af honum. Einfaldlega vegna þess að það er meir af honum.
Því meira af sandi sem við hendum á götuna…..
þannig ef allir gefa bara kærleika fáum við ekkert nema kærleika, svo einfalt svo tært svo fulkomið.
Ég biðst velvirðingar á þeim stafsetningavillum sem kunna að vera í textanum en þær fylgja frítt með. Guð blessi þig og þinn anda um aldir alda.