Hvaða hálfviti hjá Haribo ákvað að það skyldi vera settur vondur lakkrís í hálfs og eins kílóa dollurnar af Haribo góðgætinu? Ég geri mér stundum dagamun, og fjárfesti í svona dollu, og hef bara gaman af. Fyrir utan eitt: ekki nóg með það að lakkrísinn, sem er kannski 10-15% af innihaldinu, bragðist eins og hann hafi komið beint úr rassgatinu á Satan sjálfum heldur mengar hann hitt nammið líka! Það er alltaf þessi ógeðslega lakkríslykt af hinu namminu. Ekki misskilja mig og halda að ég sé einhver gallharður anti-lakkrísisti. Ég er það nefnilega alls ekki, þvert á móti veit ég fátt skemmtilegra en að sitja á dollunni með hvínandi drullu eftir gott lakkrísát. Málið er að lakkrísinn í Haribo dollunum er eitthvað skrýtinn, það er eins og Haribo sé í einhverjum sparnaðarhugleiðingum og hafi því ákveðið að nota eitthvað brúnt ógeð sem þeir hafa væntanlega fundið innst í ísskápnum hjá einhverjum starfsmanni, og úðað það með lakkríslíki og halda að þeir geti platað neytendur þannig. Það getur verið að fólk sé fífl en þar sem að ég tel mig ekki vera fífl læt ég ekki vaða svona yfir mig.
Hér með tilkynnist það að ég ætla mér að sniðganga Haribo dollurnar þangað til að þeir: a) Prófa að setja alvöru lakkrís í dollurnar, b) Sleppa lakkrísnum bara alveg, eða c) setja lakkrísinn í sérstakt hólf í dollunni og hafa hana loftþétta svo að daunurinn af þessu óguðlega efni Satans smiti ekki útfrá sér.
- grein sem ég skrifaði á Webbinn (www.webburinn.cjb.com), blessuð sé minning hans.
Vissi ekkert hvert ég ætti að setja þetta svo ég setti það á heimspeki
Zedlic