Aftur kem ég að þróunarkenningunni. Hún er lýtalaus, eða virðist það að minnsta kosti.
Hún á nefnilega ekki bara við um okkur, lífverurnar á plánetunni Jörð. Hún gildir líka um aðrar plánetur. Það má eiginlega segja að hver pláneta sé lífvera, og þessar plánetur keppast um að koma sér umm eins flókið lífverumynstur og hægt sé. Ef það væri ekki byggilegt hér á jörð, þá værum við ekki til að sjálfsögðu.
Þannig að ég er sammála Jostein Gaarder(uppáhalds heimspekingurinn minn, og með bestu rithöfundum sem ég hef séð) um það þegar hann skrifaði í bók sinni Kapalgátan, að lífið væri eins og eitt risastórt happdrætti þar sem aðeins vinningshafarnir sjást.
Nú breytist þróunin þegar nútíminn kemur. Þau atriði sem voru manninum lífsnauðsynleg á steinöld, eins og að vera loðinn, eða þola vel hungur, að hárin rísa á okkur; nú verða þau gagnlaus. Svo að hvert stefnir mannkynið? Verðum við ofurgáfuð eða verðum við stórfenglega falleg svo að meiri líkur sé á því að við getur fjölgað okkur?
Þessi gullöld nútímans stendur ekki lengi. Háþróað samfélag gengur á endanum ekki upp. Að lokum hljóta læknavísindin að staðnemast þegar ný ofurbaktería kemur til sögunnar, og grisjar þá veikbyggðustu,eða jafnvel hreinsar mannkynið næstum því.
Og þá erum við aftur komin að punkti númer eitt. Við verðum þá aftur að læra að bjarga okkur í náttúrunni, það er að segja ef við lifum af.
Kannski eigum við mannkynið eftir að verða fyrir einhverjum verulegum skakkaföllum þegar við kynnumst nýjum íbúum í alheiminum. Það er þó fremur ólíklegt að við eigum eftir að blandast þeim,frekar væri það að geimverurnar ættu eftir að útrýma okkur.
Það er þó líka fremur hæpið, því að tækniþróun og hugsunarlaus grimmd gegn náunganum fara ekki saman. Þá hrynur þróunin innan frá.
Takk fyrir
Hvurslags.