Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?
Ég er búinn að velta þessu mjög lengi fyrir mér og fyrst hugsaði ég að hún væri uppfinning en eftir því sem ég hugsa meira, flækist málið.
Ef þið prófið að hugsa út í allar þessar reglur sem eru í kringum stærðfræðina þær ganga allar upp. Það getur varla verið að einhver hafi búið þær allar til, en einhver hlýtur að hafa fundið þær upp. Þannig að það mætti segja að stærðfræði sé uppgötvun sem var fundin upp. Ég tel það samt líklegra að hún sé uppfinning sem var byrjað að nota til að reikna út allskonar einfalda hluti en svo þróast og orðið svo miklu meira.
Það er varla hægt að segja að stærðfræði sé uppgötvun, hvaðan ætti hún að hafa komið? Hún var fundin upp til þess að gera hluti einfaldari, t.d. í byggingarvinnu þar er notuð mjög mikil stærðfræði. En ef ég myndi halda því fram að hún væri uppgötvun þá gæti ég rökstutt það með því að segja að einfalt reikningsdæmi hefur alltaf sömu útkomuna, og getur það þá verið uppfinning? Er ég ekki að uppgötva að það er eitthvað til staðar sem getur ekki verið öðruvísi, t.d. 2 + 2 eru 4 og það er ekki hægt að fá aðra útkomu.
Ætli stærðfræði sé ekki bara uppgötvun, og allar reglurnar sem við notum til að reikna stærðfræðina eru uppfinningar. Hvað er stærðfræði? Stærðfræði hlýtur að vera fræðin um stærðina sem samt snýst ekki alltaf um að finna út stærðir, hún er tölur sem eitthvað er gert við til þess að fá út einhverja aðra ákveðna tölu(það gæti líka verið að tölurnar séu stærðirnar).
Þannig að aðferðir stærðfræðinnar eru kannski uppfinning en stærðirnar sjálfar eða tölurnar eru uppgötvaðar?
Hvað finnst ykkur?
We both ain't shit, but the difference is: