Ein Sál. Jæja, ein kenning frá Engel ;)

Við erum öll sama sálin.
Tíminn skiptir ekki máli, þegar þú deyrð þá verðurðu að annarri manneskju, hvort sem sú manneskja er í framtíðinni, nútímanum eða fortíðinni.

Af hverju fæðast sumir ríkir aðrir fátækir? Af hverju fæðast sumir ljótir en aðrir eru fallegir?
Af hverju get ég gengið í næsta hús og drepið manneskju og komist algjörlega upp með það? Hvar er réttlætið? Nema þú þurfir að þola allt það góða og slæma sem þú gerir fólki í þínu lífi, “what goes around, comes around”.
Gullna Reglan: Komdu fram við kauða eins og þú vilt að kauði komi fram við þig.
Er hugsanlegt að Guð hafi skapað mennina til þess að vera hýsill fyrir hann (sálina hans) og upplifa allt mögulegt til þess að þróa sjálfan sig?

Ég var einu sinni að velta því fyrir mér af hverju við erum öll mismunandi. Alveg eins og sköpunarverk okkar. Það hlýtur að vera til einhver mörk, þar sem ekki er hægt að búa lengur til nýjar bíómyndir, nýja tónlist eða eða ný manneskja að fæðast.
Ekkert er nýtt undir sólinni, er sagt. En það er samt ekki alveg rétt. Vissulega eru sömu efnin alltaf til, en nýr einstaklingur fæðist og þessi manneskja er ekki eins og nein önnur. En hvað gerist þegar allar mögulegar týpur hafa fæðst?

Getur verið að sumar sálir séu eldri en aðrar, sálin fari í gegnum þennan feril þar sem hún upplifir allt. En líkaminn er alltaf nýr og kenndirnar sem koma frá líkamanum eru mismunandi.
Líkaminn ruglar sálina (mitt álit).
Sagt er oft að sálin sé það góða í manni en líkaminn er slæmur.

Einvher sem sér eitthvað vit í þessu?
(flýtti mér hinsvegar að skrifa þetta, svo þetta er kannski ekki að meika 100% sense)