Formáli
Mig grunar að þetta sé sá staður þar sem ég á að útskýra þessi ósköp sem þú ert í þann mund að fara að lesa.
Jú, það er ekki hverjum sem er sem dettur í hug að skrifa bara eitt stykki ritgerð um frægustu heimspekinga allra tíma. Það getur ávalt verið vafasamt mál að tala um frægt fólk, jafnvel þótt það hafi verið dautt í þúsundir ára.
En einhver verður að demba sér í djúpulaugina og taka á sig fallið fyrir komandi kynslóðir. Hvað ef að á endanum þorir enginn að tala um frægt fólk? Þá gleymast allir þessir merku hlutir sem í upphafi orsakaði frægð þeirra, og þá erum við aftur komin á menningarstig Homo erectus. Og ég er ekkert sáttur við að þurfa fá moggann minn skorinn út í stein!
En í upphafi já, kom það mér á óvart hversu fáir völdu þetta viðfangsefni við ritgerðasmíði..ég var nefnilega held ég sá eini sem valdi heimspekina. Heimspekin hefur alltaf verið mér mikið mál í brjósti og tel ég sjálfann mig þó nokkurn speking, þó ég jafnist nú ekki á við plebeana Sókrates og Platon. Ég held að þetta hafi bara verið fýsn mín í það að þekkja þessa menn betur.
Ég hafði lesið þó nokkur rit eftir þá án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um þá. Nú tel ég mig hafa allavegna grunn uppistöðu þekkinguna um þessa merku náunga. Jæja, allavegna nóg til að skella upp einni vel ortri ritgerð í öllu sínu veldi um málið.
Þó að þetta sé frekar viðkvæmt mál, þá er ekkert mál að láta hugan reika í örlitla stund. Láta leiða sig fornrar tíðar þegar Sókrates gekk um göturnar og spurði ;Hvað var Þales að bulla um vatn?!;….eða. Spurði hann kannski ekki að því? Jæja, við komumst að því!
Heimspeki?
Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Fyrstu heimspekingarnir sem við vitum um, og tölum um sem heimspekinga, voru náttúruspekingar. Þeir höfðu í hyggju að komast að því hvert væri upphaf alheimsins og úr hverju alheimurinn væri nú eiginlega.
Fyrstu allra sem við vitum um var heimspekingurinn Þales sem var uppi fyrir um 2500 árum. Skondin er sagan þegar Þales datt oní brunn nokkurn þegar hann var á gangi og þá mælti vinnukonan hans ;Þið heimspekingar ættuð heldru að horfa fram fyrir fæturnar á ykkur en að góna upp í stjörnurnar!; þá á Þales að hafa mælt orðin sem mörkuðu upphaf heimspeki eins og við þekkjum hana í dag, ;Allt er vatn!;.
Margir af þessum fyrstu náttúruspekingum voru mikið í því að segja fólki úr hverju heimurinn var, þetta sönnuðu þeir með margvíslegum tilraunum, þannig voru þeir einnig frumkvöðlar í tilraunastarfsemi.
En um væri hægt að ræða heimspeki í mörg ár án þreytu og án nokkurar niðurstöðu enda veit ég nú að Sókrates vissi ekki neitt, sem þýðir að ég veit það sem Sókrates vissi. En hérna ætla ég að fræða ykkur um heima spekinga á tímum Grikklands til forna. Hverjar voru kenningar þeirra? Hvað gerðu þeir, hvernig gerðu þeir það og afhverju? Hvaða áhrifa hefur svo allt þetta ;bull; svo á þig, mig og alla hina vesturlandabúa í dag? Eða..er okkur alveg sama og skiptir þessi ritgerð engu máli? Ef þú ert á þeirri skoðun, þá byð ég þig um að endruskoða mál þitt að niðurstöðu lokinni.
Sókrates
Sókrates nokkur fæddist í Aþenu árið 496 f.Kr. Hann lagði stund á heimspeki í formi samræða, ekki beint það sem við ímyndum okkur þegar við hugsum um heimspeki. Hann eyddi miklum tíma sínum úti torgi umkringdur mönnum sem fylgdu honum hvert fótmál til að fiska til sín vídómskornin.
Sókrates var stundum líkt við sófista, en hann þvertók fyrir það, aldrei tók hann pening fyrir ;fyrirlestra; sína og aldrei heimtaði hann borgin frá lærisveinum sínum. Einn vinur Sókrates, Kærefón, hafði spurt véfréttina í Delfí hver væri vitrasti maður Grikklands. Véfréttin sagði þann mann vera Sókrates. Kærefón sagði Sókrates þessar fréttir, en hann var ekki alveg á því að hann væri vitrastur allra. Svo að Sókrates fór að spurja merka menn spurninga, einkum um siðferðileg hugtök, enginn gat svarað svo Sókrates undi. S
var véfréttarinnar tók hann því þannig að hann væri öðrum mönnum vitrari vegna þessa að það eitt sem hann vissi var að hann vissi ekki neitt. Sókrates þekkti sjálfan sig, ;Þekktu sjálfan þig; voru einmitt einkunnarorð véfréttarinnar. Sókrates semsagt, var maður sem gekk um strætin og spurði fólk sem hann hitti spurningar. Er það heimspeki? Sumir mundu bara kalla það ónytjungshátt, einhver atvinnulaus fýr sem bullar bara og þykist vera betri en aðrir.
Þetta var einmitt viðhorf margra á Sókrates. En þó að sumir hafi ekki virt hann fyrir heimspekina þá gátu þeir virt hann fyrir margt annað, sem ungur maður gengdi hann herþjónustu með sóma og framdi hetjudáðir og síðar starfaði hann sem steinsmiður. En flestir virtu hann þó stuttu eftir hans tíma vegna þess að hann dó fyrir það sem hann trúði á. Sókrates var dæmdur til dauða eftir Aþenskum lögum og tók hann því þegjandi og hljóðalaust, þó hann væri saklaus vildi hann ekki vinna gegn Aþenskum lögum sem hann af svo mikilli dyggð lagði trú sína á .
Sá galli er hinsvegar á heimspeki aðferðum Sókratesar er að hann var engöngu í ræðuformi. Ekkert ert til eftir hann á rituðu máli, ekkert! Allar upplýsingar sem við höfu um Sókrates eru í ímsum ritum og líklegasta eðli Sókratesar er hugsanlega að finna í fyrstu ritum Platóns.
Platón
Platón fæddist í Aþenu árið 427 f.Kr. Sjöunda dag þargelíonmánuðs, 11. mánuð ársins í mánaðartali Aþenuborgar. Samkvæmt sumum heimildum fæddist Platón reyndar ekki í Aþenu heldur á eynni Ægínu..en það er efni allt aðra ritgerð. Platon var af göfugum og auðugum höfðingjaættum. Hið rétta nafn Platons var Aristókles, Platon er aðeins gælunafn sem leikfimi kennari hans gaf honum í æsku vegna þess hve þrekinn hann var. En Platon þýðir bókstaflega að var breiður eða mikill um sig.
Ungur að árum fékk Platon leikhús, lista, skálda kaffihúsabakteríun sem margir kannast við. Hann samdi einskonar díonýsk kórljóð, lýrísk ljóð og harmleiki. Um tvítugs aldur á Sókrates svo að hafa bjargað honum frá hugsanlega vonlausu lífi sem skáld og listamaður og troðið fullt af heimspeki hugmyndum í hausinn á honum. Já, Platón var einn af lærisveinum Sókrates.
Nefndi ég hérna ofar að Sókrates hefði engöngu lagt stund í heimspeki í ræðu og samtölum. Jæja, það gerði Platón líka, nema hvað að hann skrifaði bara samræðunar niður. Platón skrifaði mörg heimspekirit og í flestum þeirra er Sókrates sjálfur, lærifaðir hans, aðal persónan. Spekin er þannig sett út að Sókrates spyr og aðrir svara. Spurt var þá um hugrekki, réttlæti, guðrækni, dyggð og um önnu siðfræðileg hugtök og um málefni mannsins. Sókrates og Platón sneru nefnilega útfrá náttúruheimspekingunum sem áður réðu spekinni, þeir kærðu sig köllótta um tilurð heimsins.
Það var of flókið fyrir þá, þeir sóttu aðeins eftir því að geta skilið sjálfan sig og átti leiðin til sjálfsuppgötvunar að leiða til hamingju. Þaðan einmitt kemur fagurfræðin, eitt helsta merki hins forna Grikklands. Fyrri rit Platons eru þau sem er helst stuðst við til að endurspegla líf og heimspekiskoðanir Sókratesar, en seinni rit Platons eru eingöngu tileinkuð honum og var þá Sókrates orðin sjálfstæð sögupersóna í ritun hans en ekki fyrrverandi lærimeistari Platóns.
Með heimspeki sem sverð sitt, setti hann mark á gríska fornveldið og stofnaði Akademíuna.
Aristóteles
Aristóteles var fæddur í borginni Stagíru en fluttist 17 vetra til Aþenu og gerðist nemandi við Akademíu Platons, síðar varð Aristóteles samstarfsmaður Platóns.
Aristóteles hefur verið kvikmyndaður og um hefur hann byrst í talsvert mörgum spennu sögum og sögulegum skáldsögum, ekki vegna þess hve gríðarlega ævintýragjarn heimspekingur hann var, ónei. Heldur vegna þess að Aristóteles var einkakennari Alexanders mikla. Eftir að Alexander mikli dó var hann ekki viss um öryggi sitt í Aþenu, vegna vinskapar sem hann hafði við Alexander. Alexander yfirgaf Aþenu en lést vegna veikinda ári síðar, 62 ára gamall.
Aristóteles var þekktasti og merkasti heimspekingur miðalda og mætti með réttu kalla 12. og 13. öld, aldri Aristótelesar. Aristóteles var ekki að dúlla sér allan daginn að tala við fólk eins og Sókrates, hann gerði margt fleira en að skrifa niður samtöl eins og Platón. Í raun sameinaði Aristóteles verk lærisveins síns, annara áhrifa manna í kringum hann sjálfann og bjó til sínar eigin kenningar útfrá þeim og meira að segja jafnvel uppúr þurru. Hann var eins og vin í eyðimörk, alltaf að koma á óvart og skipti sköpun fyrir lífsviðurværi jarðarbúa í framtíðinni. Áhrif Aristótelesar gæti bæði í aðferðum hans og hugtökum, en ekki síst þeirri heildar heimsmynd sem rit hans létu miðaldarmönnum í té, þeim kenningum var ekki sópað rólega til hliðar fyrr en á 17. öld og þá með vísindabyltingunni sjálfri, en það má segja að Aristóteles hafi nú haft sína putta í því að koma henni af stað, þó ekki nema nokkur hundruð árum síðar.
Fyrirmyndar ríki
Sköpun heimsins. Hversu margar sköpunargerði eru til? Trúarbrögð eru með fjölbreytilegar skoðanir á tilurð heimsins eins og trúarbrögðin eru mörg og margbreytileg. En þó, ef maður lýtur nánar þá eiga þau einn og einn hlut sameiginlegan, oftast er leitast eftir hamingju, hvort sem að það er í þessu lífi eða næsta. Öll hafa þau einhverjar reglur, rit eða kennslubók í því hvernig framfylgja eigi trúni. Og öll eiga þau fyrirheitna staðinn, eða mörg. Þá nefni ég þá staði sem maðurinn, með sinni einskæru heimsku, græðgi og hreint og beint illsku, útskúfaði sig úr. Eden, Ólympustindur, Elýsíum og þó lengur væri talið. Sagan um að grasið sé alltaf grænna hinumegin..en þrátt fyrir það ríkir viss biturleiki á því að við vorum útskúfuð. Hvaðan kemur þessi fyrirheitni týndi staður, og hversvegna erum við svona bitur? Hvaðan hafa trúarbrögðin þetta, svona ef við lítum á þetta frá heimspekilegu sjónarhorni en ekki engöngu með mjög svo guðhræddum augum.
Atlantis. Frá fornöld hefur ein rituð heimild verið varðveitt um þessa fornu borg sem sögð er hafa sokkið í sæ fyrir reiði guðana. Platon ritaði um fornu borgina Atlantis þegar umræðuefnið var fyrirmyndarríki. Bókin ;Ríkið; eftir Platon segir frá því hvernig fyrirmyndar ríki ætti að vera. En í upphafi samræðunnar Tímajos nefnir Platon fyrst Atlantis sem raunverulegt ríki sem var svo hámenningarlegt og háþróað samfélag að það stundaði geimferðalög og margvísleg tímaferðalög sem um hefur verið skrifað í mörgum skáldsögum. Atlantis átti að vera raunverulegt ríki sem átti að hafa sokkið í sæ fyrir reiði guðana, einmitt vegna þess hve gráðugir og illa inrættir Atlantisbúar voru orðnir. Sjáiði einhverja líkingu með Eden?
Enginn ormur og ekkert epli, en hinsvegar hórdómur og morð. Svipað ef þú setur biblíun upp að stærstum hluta sem stóra feita líkingu, myndlíking, persónugerving eða viðlíking, skiptir engu máli, þá sérðu að þetta gæti vel verið sama ríkið. Passar meira að segja hugsanlega við staðsetninguna, þó að kristnir menn hallist frekar að því að Eden hafi verið í Afríku.
Heimspeki
Svo þykjumst við öll vera svo vitlaus. Spurjum okkur aftur og aftur, hvað gerir þessi heimspeki? Ef þú hefur lesið ritgerðina og sérð enn engan tilgang með heimspeki þá er þér óbjargandi. Án heimspeki værum við hvergi, steinlausir villimenn, bóklaus skáld, súpulaus skál eða einfaldlega heimslausir spekingar.
Ég leyfi mér það að segja að um það bil helmingur af því sem vestrænt samfélag er í dag er forn Grikkjum að þakka. Skoðanir okkar um siðferði, lög, lýðræði, heimssýn, hugsjónir, markið og fagurfræðin eru allt verk heimspekinnar.
Ég fell fúslega að fótum heimspekinnar og eftir þennan lestur reikna ég með því að þú gerir slíkt hið sama. Þetta er vagga menningu okkar og er ævinlegt þakklæti það minnsta sem við getum gert til að launa þeim greiðan, ómakið fyrir það eitt að gera það sem þeir dáðu, pæla og skrifa það niður.
Er ekki málið að fara núna aðeins að velta fyrir sér hlutunum og reyna að komast að einhverju frábæru og skrifa það niður, gæti verið skemmtilegt. Svo hver veit, kemur það til með að hjálpa komandi kynslóðum í raunum sínum eins og sagan hefur sýnt og sannað.
Heimildaskrá
Heiðrún Geirsdóttir, Jón Gunnar Þorsteinsson og Margrét Gunnarsdóttir. 2004. ÞÆTTIR ÚR MENNINGARSÖGU NB. Nýja bókafélagið ehf, Reykjavík.
Svavar Hrafn Svavarsson. 1995. Formáli. Siðfræði Níkomakkosar, bls. 11-91. Ritið var gefið út í samvinnu við heimspekistofnun háskóla Íslands. Prentsmiðjan Oddi hf. Hið Íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1995.
Sigurður Norðdal. 1990, þriðja útgáfa. Formáli. Síðustu dagar Sókratesar. Setning: Prentsmiðjan Hólar hf. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Hið Íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1990.
Aldís Unnur Guðmundsdóttir og Jörgen L. Pind. 2003. Almenn sálfræð-Hugur, heili, hátterni. 2.prentun, 2005. Mál og menning, Reykjavík.
Vísindavefurinn.
Wikipedia.