Í þessari ritgerð mun ég fjalla í stuttu máli um skoðun Aristótelesar á dyggð og lífshamingju og sömu leiðis segja mína skoðun á rökum hans í sambandi við hvernig maður öðlast lífshamingju.
Aristóteles skilgreinir dyggð á þann hátt að hún sé “tilhneiging manna til þess að rata meðalhófið milli tveggja öfga” sem í þessu tilviki er að spyrja gamla mannin um leyfi til þess að fá líffærið úr honum og setja það í bróður þinn í stað þess að taka það án samþykkis hans sem eru aðrar öfgarnar eða þá gera ekkert í málinu sem væru þá hinar öfgarnar.
Ef ég ætti þá að ráðleggja lækninum út frá sjónarmiði Aristótelesar þá mundi ég segja honum að spyrja gamla mannin um leyfi en ef hann neitaði þá ætti læknirinn ekki að aðhafast neitt því annars væri hann að framkvæma aðrar öfgarnar sem væri að fórna gamla manninum fyrir bróður sinn. Ef læknirinn gerir þetta þá segir Aristóteles að hann muni upplifa lífshamingju þó svo að bróðir hanns deyi, vegna þess að læknirinn veit það að hann gerði allt sem í valdi hans stóð án þess að fara út í aðrar hvorar öfgarnar sem hefðu leitt til óhamingju.
Ég er sammála Aristótelesi að hluta til en ekki öllu. Það sem mér finnst rétt hjá Aristótelesi er að hann ráðlegur lækninum að biðja um leyfi til þess að fá líffærið sem er besta lausnin því að hún skapar mestu hamingjuna, þ.e.a.s bróðir læknisins lifir og læknirinn þarf ekki að burðast með það á herðunum sínum að hafa orðið gamla manninum að bana án samþykkis hans svo náttúrulega fær gamli maðurinn að lifa í viðbót.
En þá kem ég að því sem ég er ósammála Aristótelesi og það er það að hann vill að læknirinn aðhafist ekkert ef gamli maðurinn hafnar ósk hanns því samkvæmt því sem Arististóteles segir þá væri læknirinn að framkvæma aðrar öfgarnar og þar af leiðandi fyndi hann ekki lífsshamingjuna.
Mín skoðun á þessu er sú að það er einfaldlega mismunsndi eftir eintsklingum hvort þeir mundu finna lífshamingjuna ef þeir mundu bana gamla manninum og taka líffærið hans til að bjarga bróður sínum. Að minnsta kosti lít ég á þetta sem siðferðislega rétta gjörð og hún mundi færa mér lífshamingju fremur en að aðhafast ekkert í málinu og láta bróður minn deyja.
Ástæðan af hverju ég lít á þetta sem siðferðislega rétta gjörð er að bróðir læknisins á eflaust efttir að lifa lengur en gamli maðurinn þó svo að hann geti alltaf lent í slysi og látið lífið, þá er það þess virði að taka þá áhættu að segja að hann muni lifa lengur þar sem yfirgnæfandi meiri líkur eru á því að hann muni gera það. Svo á hann líka fjölskyldu sem mundi sakna hans ef hann mundi láta lífið, annað en gamli maðurinn sem á engan að og á eflaust líka stutt eftir lifað.
Aristóteles segir að til þess að öðlast lífshamingju verði maður að feta meðalveginn milli tveggja öfga og ef fólk fær sínu ekki framgengt þá á það að láta þar við sitja. Seinni hluta þessara fullyrðingar er ég ósammála og vil ég halda því fram að hafir þú reynt að feta meðalveginn en ekki fengið sínu frammgengt þá er það réttlætanlegt í sumum tilvikum að fara út í aðrar öfgarnar til þess að öðlast lífshamingju eins og til dæmis í þessu tilviki og væri það þá siðferiðslega rétt samkvæmt minni skoðun.