Af Hverju erum við mannskepnunar alltaf að hugsa um veraldleg gæði? Af hverju erum við svo miklir neytendur? Af hverju má ekki neitt nýtt koma á markaðinn án þess að allir eiga það? Af hverju förum við í klippingu? Hárið vex aftur. Af hverju erum við að kaupa okkur rándýra gemsa þótt að innan 5 ára eru þeir ónýtir en það skiptir engu máli, við getum keypt okkur nýja og betri. Til hvers að kaupa skart og fín föt í massavís? Skartgripirnir verða ljótir og þeir ryðga og fötin rifna og eyðileggjast. Af hverju er maðurinn alltaf að gera þessa litlu veru okkar hérna á jörðinni alltaf betri jafnvel þótt að það er ekkert að? Af hverju erum við að byggja upp líkhaman og gera okkur stælt og falleg? Líkhaminn breytist síðan í mold. Af hverju er maðurinn að skapa vopn sem geta eytt heilu íslandi? Af hverju þurfa allir að vera fallegir og sexý? Börn, unglingar, jafnvel gamalt fólk. Allt á að vera flott og fallegt í fullkomnum heimi mannskepnunar. Eina vandamálið er að heimurinn er ekki fullkomin. Það geta ekki allir orðið stæltir og sexý. Af hverju snýst líf okkar alltaf um fullkomnun jafnvel þótt að fullkomnun er ómöguleg?
3gillinn