þetta er mín skilgreining á guði og trú yfir höfuð:
Frá örófi alda hefur mannfólkið spurt spurninga og leitað og svara um tilgang lífsins og ástæðu veru okkar hér á jörðinni. Jafnvel frumstæðustu hellisbúar hafa spurt sjálfa sig spurningar um þessi efni og yfirleitt voru svörin fólgin í því sem þeir skildu ekki og höfðu ekki stjórn á. En eftir því sem maðurinn þróaðist meira urðu þessar spurningar alltaf æ flóknari og svörin urðu sífellt síbreytilegri. Þar með voru fyrstu ómótuðu trúarbrögðin til því að mínu mati eru öll trúarbrögð sprottin upp frá lítilli hugmynd eða smá heimspekilegri hugsun því flest öll trúarbrögð fjalla um sköpunina og endalokin og hvernig við eigum að hegða okkur þar á milli.
Trú ?
Trú ? Hvað er trú? Jú trú er eitthvað sem við leggjum sannfæringu okkar í og erum sannfærð að sé rétt og satt, en þá spyr ég af hverju trúum við ? hver er tilgangur trúar okkar?
Þessari spurningu hafa margir velt fyrir sér og gefið mörg mismunandi svör við en að mínu mati er trú það sama og þörf. Því frá því að maðurinn þróaðist og hætti að láta stjórnast af sínu náttúrulega eðli gagnvart umhverfi sínu eins og villt dýr gera, það er að segja heimsmyndin hætti að vera búinn bara til úr mat, og ógnunum sem eðlisávísunin vísar mönnum á eða frá, byrjaði hann að “hugsa” og áttaði maðurinn sig á að það var eitthvað meira í tilverunni en bara fæðing, fæðuöflun og dauði. Maðurinn var kominn með sjálfsvitund og spurningar um lífið. Þar með myndaðist tómleiki innan í maninum, hann var kominn með tilfinningar sem hann hafði ekki gert sér grein fyrir áður eins og óöryggi og tilfinningaótta sem að herjuðu á hann og hann fann til tómleika innan með sér, og þar kom trúin, þegar þörfin til að fylla upp í þetta tóm kom bjó hann til trúna og var trúin á eitthvað sem fékk mannin til að vera sáttari við sjálfan sig og stöðu sína gagnvart umhverfinu. Þá komum við að spurningunni á hvað trúum við. Þegar samfélögin voru ennþá óþróuð beindist trúin oftar en ekki á eitthvað sem maðurinn hafði ekki stjórn á, var hræddur við og gat ekki skilið, og var það náttúran. Maðurinn þurfti að lifa eftir henni og það sem náttúran bauð varð maðurinn að taka, hún stjórnaði manninum og það sem stjórnaði manninum hlaut að vera æðra honum og nokkurs konar drottnari yfir honum. Þegar á leið og mannskepnan þróaðist enn meira og samfélagsvitundin varð meiri fór maðurinn að þykja erfitt að trúa á eitthvað sem var ekki beint skilgreint og og er sannfæring mín sú að þá hafi maðurinn fyrst byrjað að persónugerva trú sína og þá hafi “guð” orðið til.
Nú hafði maðurinn eitthvað fast hugtak til að trúa á, eitthvað festi sem tengir hann umheimi og umhverfi hans og eftir því sem maðurinn þróaðist meira komu upp nýjar og nýjar skilgreindari hugmyndir um “guð”, “guð” gat verið allstaðar, og þar af leiðandi gat hann gert svo mikið? Auðveldast samkvæmt skilningi manna þá var að hafa guðina marga með mismunandi hlutverk eins og guð vindsins og guð sólarinnar, guð skógarins og svo framvegis, en allt tekið úr umhverfi mannsinns á hverjum stað og tíma eins og ýmsar gosagnir um kónguló og snáka í Ameríku á svæðum sem mikið er um þau dýr, og gegna þau stórum hlutverkum, eins og snákurinn sem er oftast notaður sem “guð”/tákn/goðsögn um hið illa, og þar kem ég aftur á það sem ég nefndi fyrr, það er þessi ótti; menn voru þá hræddir við snáka og bit þeirra, kunnu ekki lækningu við þeim og oftar en ekki dó fólk af völdum þeirra og því var auðvelt að persónugerva hin illu öfl sem snák.
Með tímanum þróaðist trúin samhliða betri þekkingu og nýjum hugmyndum og því er trúin síbreytileg eftir því sem menn komast æ lengra á þróunarbautinni en jafnframt því verður hún mun flóknari. Eins og trú í dag, ( þá á ég við trú í heild sinni en ekki trúarbrögð) við vitum við með vísindalegum rannsóknum að heimurinn var ekki skapaður af kónguló, úr leifum af dauðum manni eða bara með orðum , við vitum betur og hvað verður þá um trú okkar? Af hverju hættum við ekki að viðhalda þeirri trú að hann hafi verið skapaður af kónguló, úr leifum af dauðum manni eða með orðum? Jú við þurfum aðhald, við þurfum festu og eitthvað sem uppfyllir þörf okkar og ekki er verra að allt muni enda vel. Eins og í dag höfum við lært að lifa betur með náttúrunni, læknavísindin hafa fundið lækningar við flestum sjúkdómum og við vitum að hið illa er bara í höfðinu á okkur, hvað er þá eftir? Hið óumflýjanlega: Dauðinn. Við höfum enga stjórn á dauðanum, við erum hrædd við hann og hann mun alltaf ná til okkar og er ég í þeirri trú að óttinn við dauðann ásamt þörfinni og voninni um eitthvað betra aðalástæðu þess að við trúum yfir höfuð.
Vonin, allir vona einhvers og flestir að þeir deyji aldrei, hvað er þá betra en líf eftir dauðan, stærstu von mannkynsins. Það er þetta að hafa eitthvað öruggt við sjóndeildarhringinn, eitthvað gott og eitthvað betra. Hvað er guð þá? Guð er nokkurs konar lausn eða friðþæging fyrir manninn, maðurinn hefur einhvern/eitthvað til að vaka yfir sér, hann er ekki einn og getur því verið rólegur og finnur til öryggis. Guð er festan í lífi mannsins. Mjög auðvelt er að trúa á guð því guð er eitthvað sem við getum ekki skilgreint ( þó hægt sé nokkurn veginn að útskýra hann) hundrað prósent og munum aldrei gera. Að mínu mati er guð styrkur okkar sem við búum til sjálf í baráttunni við okkur sjálf og að hann hafi orðið svona mikilvægur eins og hann er í dag vegna þess að við finnum fyrir þessari þörf hjá hvoru öðru okkar.