Það er býsna klassískt að segja að það sé enginn tilgangur í lífinu. Er það ekki full einfalt?

Mín skoðun er sú að tilgangur lífsins sé gleði.

Lítum á þetta svona: Homo sapiens verður til, þróast úr öpum (hvernig vitum við samt að það er satt, að menn séu komnir af öpum? af því að það stendur í námsbókum? hvernig vitum við að þær séu sannar?). Segjum að það sé einn maður og ein kona. Hvernig vita þau hvað þau eiga að gera? Ég tel að það sé með sársauka og gleði. Karlinn verður svangur, hann meiðir sig í maganum, hann étur, hann verður glaður. Og svo framvegis. Þannig erum við forrituð til að gera þá hluti sem við eigum að gera. Við erum forrituð með verðlaunum, gleði.

Einfaldast er að segja núna: Tilgangur lífsins er að ná þessum verðlaunum, gleði.

Þú mátt alveg vera ósammála.

En já, Homo sapiens þróast út í það að hegðun hans er forrituð. En hann er forritun tekur langann tíma og tæknisamfélagið vex hratt, og að mínu mati erum við að vissu leyti “outdated” ef ég vísa í ensku. Af hverju? Því við kunnum að svindla. Mennirnir dópa til dæmis. Nú erum við komin með styttri leiðir en ætlast var til (af hverjum?).

En já ég veit ekki hvað ég var að fara útí með þessi innskot með svindlið, en pointið í þessarri “grein” er; Mitt álit á tilgangi lífsins er að gleði sé tilgangur lífsins.
muuuu