Hvað er tíminn? Hvernig skilgreinum við tíma? Tími er einhvers konar ferð eða eitthvað í gegnum atburðarás eða margar atburðarásir.
Mæling á tíma sem við notumst við þann dag í dag finnst mér frekar fáránleg. jörðin varð til á sama tíma allstaðar á henni, við vitum ekki til þess að danmörk séi tveimur tímum eldri en danmörk samt er klukkan þar alltaf tveim tímum á undan okkar!
það er gert svo að klukkan sýni dag meðan sólin er á lofti og nótt þegar hún er niðri… en má þetta? má bara breyta klukunni eftir hentisemi?
Ef ég held á risalega risastórum riffli og skýt mann í danmörku, og við gefum okkur að hann deyji á sama sekúndubroti og ég tek í gikkinn, klukkan var 12 hjá mér en 2 hjá honum… hvenar drap ég hann?
svo ef ég myndi finna leið til þess að stoppa jörðina og sólin stæði í stað (frá okkur séð) myndi þá klukkan stoppa? nei? en miðar hún ekki við sólina? já? en er tíminn þá ekki lengur til?
reyndar soldið langsótt en engin lygi, mér þætti gaman að heyra skilgreiningar annarra á tímanum ;)