Ég mæti mönnum, þeir gefa skít í lífið…
Þeir skilja ekki heiminn… en lifa samt eftir reglum sömu hvötum og allir, þeir bara vita ekki betur og skilja ekki. allir eru eithvða og þeir eru þeir sem ekki skilja. Þeir eru lokaðinn inni og komast ekki út, og ekkert kemst inn. þannig að að það er engin furða að þeir skilji ekki. Þeir eru leiddir áfram af tilgangi lífsinns.

Tilgangur lífsinn er voðalega einfaldur. Hann er beint fyrir framan nefið á okkur öllum. Hann er of nálægt til þess að maður sjái hann við fyrstu leit. Hann er svo sjálfsagður hluti af okkur öllum að við viljum ekki sætta okkur við að hann sé virkilega svona einfaldur.
Hann er einfaldlega ekkert annað en að vera til og ekki hætta því, því að ef við hættum að vera til þá verður ekkert til lengur, er það?

Setjum þetta svona: Við lifum í stuttum blossa, einum litlum kvelli! Kvelli sem tekur milljón skvilljón ár, en milljón skvilljón er voðalega lítið við hliðina á endalausu, er það ekki? Bara lítill kvellur og blossi.

Ekkert er eins, en allt mun gerast einhverntíman, því að það hefur endalausann tíma til þess.
Það er nefninlega þannig að tími er endalaust hugtak. Það er hægt að mæla ákveðinn hluta af honum en það er ekki nokkur leið að stoppa hann… hann stoppar aldrei!
Tilgangurinn er einfalldlega að vera til eins lengi og hægt er. Vera viss um að þú leggjir þitt af mörkum til að sjá til þess að lífið deyji ekki út! Því að ef að lífið deyr þá er ekkert til lengur, þótt að það verði náttúrulega til fullt af steindauðum hlutum þá verður ekki neitt til þess að upplifa að þeir séu til.
Ég veit ekki hvaðan dauðu hlutirnin komu hinsvegar, það er ósvaranleg spurining og við munum aldrei nokkvurntíman vita né skilja svarið við því hvernig þeir urðu til.

En þegar að þessum dauðu hlutum var gefinn endalaus tími náðu þeir á endanum að búa til líf. Það var algjör tilviljum að það varð til, það var einungis vegna þess að dauðu hlutirnir höfðu endalausann tíma að þeir náðu óvart að búa til líf.
Ef að maður sem hefði engar þarfir og endalausann tíma og þolinmæði væri látinn leysa öll stærðfræðipróf í heimi ,þá gæti hann það, þótt að það tæki hann mörg ár.
Dauðir hlutir hafa endalausa þolinmæiði og alls ekki neinar þarfir, þannig að þetta gakk allt upp, það tók alveg heilmikinn tíma en þeir náðu að búa til líf.
Líf sem varir ekki mjög lengi miðaða við allann tímann í heiminum, aðeins smáblossi, kvellur… mjög sjaldgæft tækifæri.

Við lifum í þessu tækifæri sem gefst ekki oft, og þessvegna er það okkar eini tilgangur að halda áfram að vera til. Því án okkar er ekkert til, ekki sóa því…
————————————————