Ein stutt pæling…
Ókei allir vita hvað orðið sál þýðir. Samt ef maður reynir að skilgreina orðið sál þá fer maður í verulega flækju.
við vitum ekki með fullvissu um tilvist sálar og þessvegna held ég að enginn geti gefið fullkomna skýringu á orðinu sál eða því fyrirbæri.
ég er samt með ákveðna kenningu. að sál sé bara karakterinn okkar, þ.e. að þetta séi bara nokkurskonar orð yfir viðbrögð einstaklings. hljómar mjög asnalega en ef við rekjum þetta aðeins.
ég set hendina á heita hellu, og kippi hendinni af af því hún er heit, þar með veit ég það og læt ekki hendina aftur á helluna, það mótast í hugsanagangi mínum og ég kann að ahaga mér í kringum helluna! Alveg eins ef ég ætla að vera fyndinn og enginn hlær, bara aldrei þá fer hugsanagangur minn út í það að hætta að reyna að vera fyndinn. Þar er kominn karakter eða partur úr karakter þ.e.a.s.
Svo hef ég kannski góða reynslu af því að vera nískur og eiga mína peninga og eigur útaf fyrir mig, þá kallast ég aura -SÁL-. En í raun þýðir það að ég séi þannig karakter, þ.e. að ég er nískur.
svo má grafa dýpra í þetta, hvað er þá karakter? karakter myndi þá bara vera samsafn upplýsinga ef við lítum svona á þetta, allar þessar upplýsingar segja okkur að bregðast einhvern veginn við í ákveðnum aðstæðum (þeir sem vilja velta því meira fyrir sér geta kíkt í greinina “frjáls vilji”)