Hvað finnst mannverunni fyndið? Af hverju hlæjum við og af hverju erum við einu lífverurnar sem hlæjum? Hafa hundar kannski húmor en þeir geta bara ekki hlegið?
Ég er með smá kenningu um húmor sem ég væri til í að heyra annarra álit á.
Ég held að okkur finnist vandræðalegir hlutir eða grófir hlutir fyndir. Það hafa allir heyrt brandara um fólk sem lendir í heimskulegum aðstæðum og eitthvað gerist sem er fyndið. Til dæmis er brandarinn um ljóskuna sem dó þegar headfónin voru tekin af henni, það væri frekar neyðarlegt að þurfa að nota headfón til þess að geta andað.
Til þess að við getum svo hlegið að þessu öllu saman er svo einhver sona “punch line” eða hvað maður á að kalla þetta? Eitthvað svona smá “sjokk”. Í þessu tilfelli þar sem headfónin voru tekin af ljóskunni. Ef að brandarinn hefði sagt: og svo setti hún hendurnar á headfónin, dró þau hægt upp og ljóskan byrjaði að missa andann, þá verður það mun síður fyndið!
Þótt mér hafi aldrei fundist þessi brandari neitt sérlega fyndinn þá er ég nú bara að taka hann sem dæmi. Þess vegna held ég að hlátur sé viðbrögð við neyðarlegum hlutum. Það þekkja allir það að fara að hlæja þegar þeir eru í mjög óþægilegum aðstæðum eða “nerveous laughter” veit ekki hvað það má kalla þetta í íslensku. Kannski erum við að misskilja tilgang hláturs!
Svo finnst mér líka alveg sérstakt að bara menn hlæi (reyndar líka heyrt að hýenur hlæi). Ef ég ætti að álykta eitthvað þá væri það að ástæðan sé sú að menn eru einfaldlega nógu gáfaðir til þess að bera þessi viðbrögð og túlka aðstæðurnar á þennan hátt. Hundurinn minn hlær ekki þegar ég dett, systir mín gerir það. Það þýðir samt ekki að hundinum hafi ekki fundist það fyndið! Svo ef við lítum til dæmis á eldra fólk, ef það sér mig detta þá hlær það síður og vorkennir mér kannski frekar. Þess vegna vex maður svona svolítið upp úr því að finnast allt neyðarlegt fyndið af því maður veit hvernig þetta er og áttar sig á því að það er t.d. eðlilegt að detta öðru hverju eða reka við.
Ef einhver hefur skoðun á þessu væri fínt að fá að heyra hana, tala nú ekki um ef hann er eitthvað menntaður í þessu og veit þetta! :)