Fyrirlestur eftir einhvern kall.



I. Platón. – Bacon.


Í ritinu Rökfræðileg aðferðarfræði, (bóksala stúdenta 1978) fjallar einn kaflinn um spurningar og svör og þess er getir á bls. 110 að vísindarstarf hefst venjulega með spurningu, með því að vísindamaður gerir sér grein fyrir vandamáli sem þarf að leisa. Sé þessi fullyrðing samþykt, leiðir af henni að vísindastarf byrjar sjaldnast á tilviljanakenndum skynreyndum, jafnvel ekki með því að menn taki að safna saman í huganum einhverjum atriðum úr reynslu sinni og reyna að finna samhengið á milli þeirra, heldur með því að menn gefa sér ákveðna tilgátu til skýringar á einhverju óútskírðu vandamáli, og vinn síðan að því að fá úr því skorið hvort þessi tilgáta kemur heim og saman við reynslu af raunveruleikanum, eða þá rök.
Það er ætlun mín að athuga nú nánar hvað býr að baki þessu, eða nánar tiltekið: Hvernig fara menn að því að fara frá vanþekkingu til þekkingar, hvernig bæta menn úr heimsku sinni og öðlast visku, eða, öðruvísiorðað, hvað er átt við þegar menn segja að ný sannindi séu uppgötuð.
Þótt undarlegt kunni að virðast hefur þetta vandamál ekki flækst neitt tiltakanlega fyrir mönnum í rás tímans eða sögu vísindana, menn hafa meir hugað að spurninguni um eðli þekkingarinnar en að spurninguni um eðli vanþekkingar.
Hvað það er að skorta þekkingu hefur ekki verið vanda mál. Hitt hefur miklu meira verið rætt, hvað það er að vita, og hvað þekking er.
Við þurfum ekki að leggja neitt sérstak erfiði á ímyndunarafl okkar til þess að samþykkja, að í rauninni sé heimskan hið eðlilega ástand mannsins. Þ.e. hugarástand sem skortir algerlega alla þekkingu. Er það ekki einmitt þess vegna, sem við verðum að leggja svo mikið á okkur til þess að öðlast þekkingu, til að menntast? Og þó. Hvað eigum við að segja um fólk, sem menntast af lífsreynslunni einni saman? Er ekki það fólk menntað í vissum skilningi, þótt það hafi ekki hlotið kerfisbundna þjálfun í meðferð vísindarlegra hugtaka og kenninga? Ef við játum þessu, þá gerum við ráð fyrir að hverjum manni sé áskapaður hæfileiki til að tengja saman þær skynjanir, sem koma til hans í tímaröð, þ.e. í engu sérstöku innra samhengi, og fá þannig fram skynsamlegan skilning á fyrirbærum reynslunar. Við samþykkjum þá líklega hina gömlu og góðu kenningu Aristótelesar, að mannshugurinn sé við fæðingu sem óskrifað blað (tabula rasa) sem reynslan skrifar sínar rúnir á smán saman í ævirás hvers manns. En jafnvel þótt þetta sé svo, er ósvarað spurningu um það hvað það er sem gerir menn hæfa til að álykta út frá reynslu sinni og til að koma einhverju skynsamlegu samhengi á einstök atvik reynslunar, sem menn upplifa frá einu augnarbliki til annars og geyma síðan í mistrúu minni. Sumir líta svo á, að hér komi mannlegt mál inn í myndina, að menn læri að átta sig á eigin reynslu með því að beita hana hugtökum sem menn læra með því að tala, með því að ná tökum á merkingarinnihaldi orða og með því að læra að tengja þessi orð saman í setningar, sem jafnframt er tenging á atriðum reynslunar saman í merkingarlegt samhengi. Þegar það hefur verið gert fyrir tilverknað þess hæfileika manna sem kalla má málhæfni, þá fá menn meiningu í reynslu sína og þar með skilning á því sem þeir upplifa. En hér kemur hinn vísindalega hugsandi maður til skjalanna og segir, að það nægi ekki að fá meiningu og merkingarsamhengi í reynslu einstaklinga, ekki sé hægt að tala um þekkingu fyrr en hægt sé að fullyrða um orsakir hlutanna, um ástæður þess að eitthvað er eins og það er. Og til þess að geta það, verðum við að taka í notkun hugtök, sem eru ekki alhæfingar út frá reynslu, heldur eru beinlínis smíðuð af mönnum með skynseminni til þess að við getum áttað okkur á reynslu okkar og þar með á því sem gerist í heiminum kring um okkur.
Er til einhver hæfileiki með mönnum sem kalla má skynsemi? Hæfileiki til þess ekki aðeins til að skynja heldur og til að skilja? Er það kannski með tilvísun til þessa hæfileika að við getum svarað spurningu um það hvernig menn fara að því að ráða bót á þekkingarskorti sínum og vitleisu og verða vitrir? Ef svo er, þarf að gera nánari grein fyrir þessum hæfileika, sem kallaður er skynsemi, en ég hef hugsað mér að geyma það til seinni tíma, því að enn hef ég ekki gert nægilega skýra grein fyrir því, hvert vandamálið er, sem ég ætla að ræða um, hver spurningin er sem ég ætla mér að reyna að svara.
Vandamálið má orða á þessa leið: hvernig á maður sem hefur ekki þekkingu að átta sig á ástandi sínu og fara að spyrja spurninga um eitthvað sem hann veit ekkert um? Og á hin bóginn: Hversvegana ætti sá sem hefur þegar þekkingu að fara að spyrja spurninga um það sem hann þegar veit. Er hann veit eitthvað, þarf hann ekki að leita sér upplýsinga eða athuga það sem hann þegar hefur þekkingu á.
Ég sagði áðan, að þetta vanda mál hefði ekki valdið mönnum neinum tiltakanlegum áhyggjum í vísindasöguni, en þó má geta um einn mann, sem setti vandamálið einmitt fram í þessum orðum við upphaf evrópskrar menningarsögu, og sá hét Platón (427-347 f. Kr.). hann setur þetta vandamál fram og athugar það í riti sem heitir Meno, en þar setur hann fram þá hugmynd, að engin uppgötvar hvorki það sem hann veit né heldur það sem hann veit ekki. Það má líta á þessa fullyrðingu sem áskorun til manna: þurfum við að gera eitthvað til að bæta úr vanþekkingu okkar? Og þeirri áskorun má svara á tvennan hátt: a) það er best að allt sé eins og það er, að hver uni við sitt, að hver maður lifi sína ævi á enda svo að segja sama flón sem hann var í fyrstu. Ber okkur nokkur skilda til að bæta úr vanþekkingu okkar? Hitt svarið við áskoruninni yrði eitthvað á þessa leið: já, við erum skyld til þess, við verðum að gera eitthvað til þess að bæta úr heimsku okkar og finna eitthvað út um fyrirbæri og vandamál, sem við vitum ekkert um. Ef við tökum þessa seinni afstöðu, þá er næsta spurning: Hvernig? Hvernig getum við aflað okkur þekkingar á einhverju sem við vitum ekkert um? Hvernig getum við uppgötað þekkingu um eitthvað sem er óþekkt? Hvernig getum við vitað að eitthvað er vandamál, sem er þess virði að glíma við, eða, eins og Platón orðar það sjálfur: Hvernig í ósköpunum ætlarðu að leita að einhverju sem þú veist ekki hvað er? Þessari spurningu er erfitt að svara, og e.t.v. verður henni aldrei svarað endanlega. En venjulegast er reynt að finna svar með því að vitna í mannlegar þarfir. Menn eru þannig gerðir að þeir upplifa einhatt þá tilfinningu, að þá skorti eitthvað. Svangur maður upplifir skort á mat, ástlaus maður upplifir skort á umhyggju. Á svipaðan átt mætti hugsa sér að þekkingarlaus maður upplifði ástandsitt sem þekkingarskort og jafnframt ástand, sem hann finnur að hann verður að gera eitthvað til þess að bæta úr. Það má segja að þetta svar byggist á því að líta á þekkingu sem eitthvað hagnýtt: menn neyðast til að leita sér hagnýtrar kunnáttu til að komast af í lífinu. En skýrir það hversvegna menn hafa gegnum aldirnar leitað þekkingar þekkingarinnar vegna, og oft af óslökkvandi ástríðu? Svar við þessari spurningu er sjálfsagt enn erfiðara en við hinni fyrri. Svar Paltóns sjálfs er skáldlegt og skemtilegt: Um leið og hann hefur boðið spurninguna upp lætur hann sókrates svara: Ég hef heirt ýmislegt frá körlum og konum sem skilja sannleika trúarinnar og skáldin tala um það líka og aðrir þeir sem eru innblásnir guðlegum anda. Eða m.ö.o. uppgötvun gera menn þegar þeir njóta þeirrar náðar að vera innblásnir af andanum. Þessum innblæstri má lýsa nánar: Spámaðurinn er innblásin af anda Appollós, og sá sem hlustar rödd náttúrunar og trúarinnar fær innblástur frá Díonýosi, skáldgiðjunar blása skáldunum anda í brjóst og síðast en ekki síst gerir Eros þá sem ástfangnir eru sætlega ruglaða í ríminu, og af þeirri reynslu sprettur siðgæðisleg þekking.
(Phaedrus 256 b) . Sumir menn eru þannig blessaðir af náð guðanna og hefja sig með því hjálpræði upp úr umkomuleysi þekkingarskortsins og öðlast sæla vissu í sinni sök. En nægir þetta? Er það nóg að fáeinir útvaldir brenni í andanum og flytji lýðnum boðskap hans? Því að það sem við erum að spyrja um, er hvernig verður þekking til upp úr þekkingarleysu, og þekking er ekki spurning um skoðun heldur spurning um vissu og sannleika. Sé öll þekking skoðun er vel til í dæminu, að einstakir menn villi um fyrir lýðnum og leiði hann afvega. Purkunarlausir lýðskrumarar geta þá með málskrúði og sanfæringarhita talið fjöldanum trú um allskyns vitleisu, og ef enginn mælikvarði er til á sanna þekkingu, er við því að búast að aldrei komist upp um þá. Það sem við erum að leita að er ekki einungis, hvernig megi raða atriðum reynslunar og endurminningum saman í merkingarlegt samhengi, heldur það hvenig dæma megi um hvað er satt og ósatt, rétt og rangt, gott og illt. Séu allir menn dæmdir til að lifa í skoðun, er ekki aðeins borin von að hægt sé að koma fótum undir vísindi, heldur og siðgæði í þjóðfelaginu, og þar með þjóðfélag sem slíkt. Umræða um hvernig ný þekking er fundin leiðir okkur þannig til íhugunar um grundvallarvandamál mannlegrar tilveru.

Víkjum aftur að umfjöllun Platóns á vandamálinu. Hann lætur sér ekki nægja að halda því fram að innblástur gefi mönnum kraft til að uppdraga áður óþekkta visku. Hann heldur því og fram, að í sál hvers manns sé uppspretta sannrar þekkingar. Séu teknar úr vegi hindranir sprettur fram sú lind sem fyllir sálina og við köllum sanna þekkingu. Hvernig má þetta verða? Hin sanna þekking blundar sem fugl í brjósti hvers manns. Það þarf að vekja þennan fugl af svefninum til þess að hann lýsi sálina ljósi sannleikans. Platón skýrir sjálfur hvað hann á við með því að taka dæmi. Þar sem þeir sókrates og Meno sitja saman að tali er ungur drengur, sem enn hefur ekkert verið kennt, en hann er mæltur á gríska tungu og skilur hvað við hann er sagt. Nú leggur Sókrates fyrir hann verkefni úr flatarmálsfræði sem er á þessa leið. Við höfum ferning sem er 2 fet á hvorn veg. Hvernig eigum við þá að finna ferning sem er tvöfalt stærri? Drengurinn byrjar á að leggja til tvöfalda lengd hliðana. En þá kemur í ljós að 4*4 er ekki 8tta heldur 16tán. Sókrates spyr drenginn spurninga, drengurinn svarar, og með því verður drengnum ljóst, að þetta er ekki rétta lausnin. Drengurinn leggur þá til, að lengja hliðarnar í 3 fet, en þá kemur í ljós að 3var*3ír er ekki 8tta heldur 9u. Drengnum skilst smán saman að talan sem hann er að leita að er kvaðratrótin af 8tta, þ.e. tala sem er milli 2vö og 3jú, og að hann getur fundið hana með því að draga hornalínur upphaflega ferningsins. Sókrates leggur áherslu á, að hann hafi ekki kennt drengnum neitt, einungis spurt spurninga, sem drengurinn dró ályktanir af og með því móti hafi hann öðlast þekkingu, sem hann hafði ekki áður, hann fór frá þekkingarleysi til nýrrar þekkingar, sem hann uppgötvar sjálfur með rökhugsuninni einni. Þótt drengurinn sé allsendis ólærður, þá kemur í ljós að hann hefur þennan hæfileika til að skilja spurningar Sókratesar og móta svar til samræmis við það sem um var spurt, og með því að svara dregur drengurinn smám saman ályktanir sem gera honum kleift að dæma, hvar hann fer villur vegar í leit sinni að réttu lausninni á verkefninu og að lokum hvert er rétta svarið við upphaflegu spurningunni. Nú má segja sem svo: Drengurinn fann ekki upp verkefnið sjálfur. Sókrates setti það fyrir hann. Og í öðru lagi má benda á, að Sókrates spyr drenginn leiðandi spurninga sem drengurinn fann ekki upp sjálfur af higgjuviti sínu, heldur Sókrates, sem hafði þekkingu á efninu. Sókrates viðurkennir að hafa hjálpað drengnum, því að það skemmir ekki röksemdina fyrir þeirri kenningu sem er höfuðniðurstaðan af dæminu: jafnvel þekkingarlaus maður hefur í sál sinni hinn undraverða hæfileika að stökkva frá spurningu til svars, og það stökk er það sem kallað er skilningur og er undirstaða allrar þekkingar. Fyrstu hugmyndir manna um eitthvert efni eru óljósar svo sem í draumi en hver sá sem rekur sig aftur og aftur á sama vandamálið, á sömu spurninguna mun með því að nýta með fædda hæfileika geta um síðir tekið þetta stökk frá spurningu til svars og þar með öðlast þekkingu, og þessi þekking kemur ekki af því að einhver treður hugmyndum inn í sálina utanfrá, heldur með því að leita svara við spurningum. Þannig er hægt að uppgvöta þekkingu ekki aðeins í flatarmálsfræði, heldur á hvaða sviði sem er. Platón orðar þetta þannig að öll sönn þekking er fólginn í upprifjun á efni, sem þegar er fyrir í sálinni. Og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig þetta efni komst upprunalega inn í sálina. Svar Platóns við þeirri spurningu er í stuttu máli á þá leið, að sálin hafi átt sér fortilveru þar sem hún sá hugtök mannlegs skilnings, en þegar hún svo tekur sér bólstað í mannlegum líkama þá gleymir hún öllu því sem hún hafði lært. Því verða allir menn að fara að líkt og drengurinn: Þeir læra það sem er nýtt og áður óþekkt með upprifjun. Kenning Platóns gerir ráð fyrir því, að öllum sé gefin sú gáfa að öðlast þekkingu með þessum hætti. Uppeldi er fólgið í því að hjálpa mönnum að endur heimta eins mikið og mögulegt er af þeim hugtökum, hugmyndum sem menn gleymdu við það að koma í þennan heim. Sókrates kallar aðferð sína ljósmóðuraðferð: Hann hjálpar mönnum til þess að hugmyndirnar fæðist í sálini. En að sjálfsögðu komast menn misjafnlega langt á þessari braut: Það er því afleiðing þessarar kenningar, að þeir sem lengst komast og öðlast mesta visku eiga að hafa forustu og stjórn þjóða með höndum. Aðferð Sókratesar er fólkin í því að leiða menn til skilnings, til að öðlast innsýn í hið sanna eðli hlutana. En það táknar ekki að sérhver hugmind sem fæðist í sálinni sé örugglega sönn. Í hvert skipti og ný hugmind fæðist, skal athuga hverskonar eiginlega vera það er sem komin er í heimin. Er hún þess virði að vera alin upp, eða á að bera hana út? (þeæt 160e ). Við hljótum að taka með fyllstu varfærni öllu sem upp í hugan skýtur, og við verðum að íhuga, hvort hér sé e.t.v. um eitthvað það að ræða sem sýnist vera þekking en á ekki nafnið skilið, hvort hér sé á ferðinni for-dómur, þ.e. staðhæfing sem er viðtekin áður en hún hefur verið grannskoðuð og dæmd lífvænleg eða þess virði að henni sé gefið líf. En jafnvel Sókrates sjálfur varð stundum að láta sér nægja spurnina eina og viðurkenna að hann vissi ekki svarið (Aristoteles, De soph.El. 183b7 ).
Þótt kenning Platóns sé í aðra röndina bjartsýn: Allir hafa í sér það sem þarf til þess að geta vitað, þá er líka vert að benda á, að Platón gerði sér ljóst, að með kenningu sinni hafði hann ekki greitt úr öllum vandamálum, sem hann hafði vakið máls á, né bent á einhverja endanlega beina braut sem menn geta einfaldlega skutlað sér inn á og síðan runnið beina leið í fangið á hinum Óskeikula Sannleika. Viss svartsýni vegur salt á móti bjartsýninni, og sú svartsýni kemur einna best í ljós í dæmisöguni af mönnunum í hellinum, sem hann segir í 7undu. Bók Ríkisins. Til að lýsa þeim aðstæðum sem menn eru í í þekkingarleit eða mennturnarviðleitni sinni biður hann lesandann að hugsa sér menn sem eru staddir í löngum neðanjarðarhelli með opnum muna, þar sem ljósið skýn fyrir utan. En hellisbúar eru njörvaðir við sama staðinn niður með bakið í ljósið og geta aðeins séð skuggamyndir sem ber fyrir augu þeirra á hellisveggnum. Þeir myndu álíta hina flöktandi skugga vera hinn raunsanna raunveruleika. Og ef svo bæri við, að einn þeirra yrði leystur úr prísundinni og kæmi fram í hellismunnann og sæi hinn raunverulega raunveruleika í sannleika ljóssins, þá myndi hann fá slíka ofbirtu í augun, að fyrsta hugsun hans væri að flýja þennan stað og koma sér aftur fyrir í skuggaheimi hellisins. Ennfremur yrði það erfitt fyrir hann að gera þeim skiljanlegt er eftir sátu, hvað það var sem hann sá í ljósinu utan hellisins. Af þessari sögu má draga þá ályktun, að í götu sans skilnings og sannrar þekkingar standa þvílíkir þrándar, að það er varla í mannlegu valid að ráða við þá.
Guðirnir hafa yfirgefið fangana í hellinum og þeir verða smám saman að sætta sig við sitt hlutskipti. Einstaka manni hlotnast að vísu sú blessun að komast upp í ljósið, verða innblásin guðlegum anda, en allir aðrir dauðlegir menn verða að bíta í það súra epli að við komuna í þennan heim týna menn niður þeirri alvisku sem sálin var áður þunguð af og allar tilraunir manna til að öðlast þekkingu verða aldrei annað en söfnun á brotum úr hinni fyrri heildar mynd sem aldrei verður endursköpuð svo sem hún var. Það að við fæðumst fákunnandi og skilningssljó sýnir að einhvers staðar á leiðini hefur mannkindin glatað náð guðana, og úr þeirri erfðasynd getum við aldrei fyllilega bætt.
En jafnvel þótt svo sé, sem Plató lýsir, að við erum fædd í erfðasynd
vanþekkingarinnar , og jafnvel þótt það hafi reynst erfitt fyrir hina fremstu vitringa að útskýra hvernig menn komast úr þessu ástandi og verða vitandi um hlutina, þá hefur það ekki dregið úr mönnum kjark til að setja fram þá kröfu til manna að þeir ekki aðeins leiti sannleikans heldur og láti sér ekkert minna nægja en örugga og vissa þekkingu, því að einungis slík þekking sé þess verð að kallast vísindi, og án slíkrar þekkingar fari þjóðfélagið allt úr böndunum. Þekking verður og að vera opinber, þ.e. hin sama fyrir alla, ekki samkomulag fárra útvaldra í einhverri klíku, heldur sannanleg fyrir hverjum sem er og hvílandi á undirstöðu sem nær út fyrir persónulega reynslu einstaklinga. Slík þekking er nauðsynleg hverjum manni og þjóðfelaginu í heild. Þessvegna er það skylda allra manna að reyna sitt til að vinna bug á vanþekkingu og setja í hennar stað þekkingu. Boðskapur Platóns í Menó er sá, að öllum sé gefinn hæfileikinn til að læra, til að öðlast þekkingu. Sá hluti kenningar Platóns hefur verið grunntónninn í vísindarstarfi vesturlandabúa a.m.k. frá endurreisnartímanum og fram á þennan dag. Menn hafa verið sannfærðir um það að sannleikurinn í hverju máli sé uppgvanlegur, að hægt sé að leiða í ljós sannleikann bæði um náttúruna og um mennina, og sé hann ljós þá geti hann verið öllum öllum ljós.
Ennfremur er vert að taka fram að frá Platóni kemur til okkar sú hugmynd, að á
bak við breytilega ásýnd veruleikans er ákveðin skynsamleg skipan, sem við getum öðlast þekkingu á.
Þessar hugmyndir eru langt frá því að vera úreltar eða úr gildi gengnar, því að
þær eru lifandi þáttur í öllu þekkingaröflunarstarfi enn í dag. Vissulega hefur ýmislegt breyst í rás aldanna, og einkum má geta þess, að frá og með endurreisnartímanum koma til skjalana nýjar hugmyndir, sem líka eru sprelllifandi enn í dag, og skal ég nú geta um nokkrar.
Einn þeirra forgöngumanna um ný viðhorf til vísinda sem en er vitnað til er
Englendingurinn Francis Bacon (1561-1626). Backon beitti sér fyrir því sjónarmiði, að þekkingaröflun væri fyrst og fremst fólgin í beinni reynslu af náttúruni sjálfri. Bacon var þess fullviss að menn gætu ekki aðeins skynjað heldur og skilið bók náttúrunnar með athugunum á staðreyndum náttúrunar og íhugun þeirra og því kallaði hann mannin þjón og túlkanda náttúrunar. Hann var þess fullviss, að með athugunum og tilraunum gætu menn komist að öruggri þekkingu um eðli fyrirbæra í náttúruni. Hann var því formælandi bjartsýni og trausts á hæfileika mannsins til að afla sér þekkingar á grunni þeirrar reynslu sem hver maður er hæfur til að öðlast. Skynsamlegar kenningar má draga sem ályktun af staðreyndum með réttri aðferð Þannig túlka menn náttúruna rétt. Aðferð Bacons er sú, sem hlotið hefur nafnið aðleiðsla, og verður hún ekki nánar rædd hér að sinni. Það sem skiptir máli hér í þessu sambandi er það, að Bacon taldi að örugga vísindalega þekkingu mætti fá sem niðurstöður af athugunum og tilraunum, og þannig hefði hann ekki samþykt þá skoðun, sem nú er algengri, að vísindaleg þekking sé fólgin í meira eða minna áreiðanlegum tilgátum, sem eru ekki endanleg þekking, en eru undirorpnar breytingum, til samræmis við niðurstöður nýrra athugana eða breytinga sem verða í náttúruni sjálfri. En það sem skiptir máli í sambandi við það vandamál sem er til umræðu hér í dag, er spurning um skoðanir Bacons á hæfileikum mannsins til að öðlast nýja þekkingu og hvernig menn þyrftu að vera útbúnir eða innstiltir til þess að geta tekið stökkið frá vanþekkingu til þekkingar. Því að þótt náttúran sé opin bók getur ekki hver sem er tekið sig til og smíðað eða stofnað vísindalega þekkingu með því einu að byrja að stauta í þeirri bók. Fyrst og fremst verða menn að losa sig við það sem Bacon kallar anticipatio mentis, og við getum kallað for-dóma,og er þá átt við þá fljótræðisáráttu að fella að óathuguðu máli dóma um eðli hluta í náttúruni. ( Nov. Org. Aphorismus 26 ). Við verðum að byrja á því að hreinsa huga okkar af öllum fyrirframskoðunum, getgátum, hjátrú og röngum skoðunum, því að allt slíkt afbakar þá mynd sem við annars fengjum ótvíræða og skýra með því að lesa í bók náttúrunar. Við verðum að líta á náttúruna sem við værum börn, skærum augum sakleysisins. Það er fyrsta skilyrði þess að maðurinn nái aftur yfirráðum yfir náttúruni sem hann missti við syndarfallið. Við sjáum í þessari hugmynd viss tengsl við hugmynd Platóns að við fæðingu missum við allt vit sem sálin var gædd áður en hún tók sér bólfestu í jarðneskum mönnum. Vanþekkingin er erfðasyndin, sem við reynum að vinn bug á með því að leita þekkingar, leita fullkomnunar, sem þó alldrei tekst endanlega. En hjá Bacon er hugmyndin sú, að til þess að geta stigið skrefið frá vanþekkingu til þekkingar verðum við að byrja á því að hreinsa til í huganum og ryðja burt öllum hindrunum í vegi fyrir því að við getum lesið bók náttúrunar rétt. Sumar af þessum hindrunum eiga sér rót í mannlegri náttúru sjálri, svo sem sú árátta sem áður var nefnd, að alhæfa í fljótræði út frá ótryggum og of fáum staðreyndum, og sjá jafnvel í hinum fjarlægustu hlutum staðfestingu á eigin fyrirframskoðunum. En oft er alið á þessum for-dómum og fyrirframskoðunum í uppeldi og skólum manna og því fylgir að skoðanir manna eru einhatt utanlærðir frasar eða setningar, sem menn telja að tjái sannleikann, en hrökkva svo kannski í kút, þegar jafnvel hið sama innihald er sagt með öðru og nýstárlegra orðalagi. Menn hengja sig þannig í fastmótaðar kennisetningar, líta ósjálfrátt á þær sem hinn endanlega sannleik og hugkvæmist ekki að efast um þær eða rannsaka raunverulegt sannleiksgildi þeirra og þvíumlíkt hugarástand varnar mönnum þess að geta lesið rétt það sem stendur skýrum stöfum skrifað í bók náttúrunar.
Að lokinni þessari hreingerningu eru menn orðnir hæfir til að lesa það sem stendur í bók náttúrunnar. En hvað er átt við með því að líkja náttúruni við opna bók? Í sem fæstum orðum: Sannleikurinn er þarna, ef menn vilja sjá hann, hann er öllum aðgengilegur og því er rétt túlkun á fyrirbærum náttúrinnar möguleg. Bacon var lögfræðingur og hann innleiddi í vísindalega hugsun þessar hugmyndir, sem eru teknar beint úr lögfræði. Vísindamenn túlka bók náttúrunnar svo sem lögfræðingur túlkar lög. Dómara er óheimild að fella dóm fyrir fram, áður en hann hefur ransakað málavexti. Og lögin eru mælikvarðinn sem fara ber eftir, þau standa skrifuð í bókum, og öllu varðar að þau séu rétt túlkuð. Orðalagið og hugtakið náttúrulögmál er frá Bacon komið og talar hann um það að lögin stjórni aðskiljanlegum náttúrum hlutana, svo sem hita og ljósi og öðrum fyrirbærum. Þau lög sem gilda um hita og ljós eru hið sama og eðli þessara fyrirbæra.
Sannleikurinn má þannig vera öllum ljós. Þeir sem eru honum hliðhollir þurfa ekki annað að gera en að afhjúpa hann. Við getum séð það sem í náttúrunni skýrt og greinilega. Ef við sjáum svo sem í skuggsjá og óljósri mynd, þá er það vegna þess að við látum fordóma villa okkur sýn, við höfum þá ekki gætt þess að þurrka glýju þeirra úr augunum. Sú glýja er orsök ranghugmynda, óáreiðanlegra skoðana, þess að við kjósum heldur vanþekkingu en ljós sannleikans, örugga vissu vísindarlegrar þekkingar sem við getum öðlast með því að lesa bók náttúrunar rétt. Grundvöllur og forsenda þessarar skoðunar á eðli þekkingar og vanþekkingar er sá, að skynfærin geti gefið okkur rétta mynd af því sem er að gerast í heiminum í hringum okkur, að ef okkar kenningar eru rangar, þá er það af því að við túlkum bók náttúrunar rangt, ekki af því að náttúran sjálf blekki okkur. Descartes, annar 17djánu. Aldar heimspekingur, orðaði þetta þannig að hvaðeina sem við sjáum skýrt og greinilega hljóti að vera satt, því guð er með í ráðum. Ef það sem við sjáum skýrt og greinilega er ósatt, þá væri guð að svíkja okkur, en guð svíkur ekki og því hljóta þær kenningar okkar sem eru skýrar og greinilegar að vera sannar. Í staðinn fyrir guð mætti hér aðveldlega setja orðið náttúra: Þeir sem ransaka náttúruna gera ráð fyrir því að náttúran svíki ekki, verkefnið sé að mála rétta og sanna mynd af henni og að við getum það á grundvelli vitnisburðar skilningarvitanna. Við trúum á sigur sannleikans, og sú trú var rótföst hjá Bacon. Sú hugmynd lyggur því að baki að líkja náttúrunni við opna bók.
Í þessari líkingu felst einnig sú hugmynd að rót eða upphaf vísindalegrar þekkingar sé hið sama upphaf eða rót persónulegrar reynslu hvers manns. Hin bjartsýna skoðun á eðli þekkingarinnar gerði ráð fyrir því, að hverjum manni væri fært að öðlast þekkingu einungis með því að skoða heiminn í kringum sig for-dómalausum augum og að vísindaleg aðferð væri aðeins við bót eða framleinging eða yfirbigging á það sem hver maður getur séð sjálfur og reynt með sinni heilbrigðu skynsemi eða brjóstviti. Endanlegur hornsteinn allrar vissu sé í vitnisburði skynfæranna og í mannlegri skynsemi sjálfri. Þessi kenning er óaðskiljanlegur hluti þeirrar stefnu sem einna mest hefur látið að sér kveða í vísindaheimspeki síðustu alda, allt frá endurreisartímabilinu. Hver maður er hæfur til að bæta úr þekkingarskorti sínum með þeim tólum sem guð gaf honum: Hæfileikanum til að skynja og til að rökálykta. Til þessarar uppsprettu á hann að geta rakið , endanlega, allar skoðanir sínar og hugmyndir. En nú er þetta sjaldnast svo í daglegu lífi, eða og enn síður er hægt að ætlast til að vísindamenn geti rakið allar sínar kenningar til vitnisburðar skynfærana, eða jafnvel til frumathugana eða tilrauna. Það er e.t.v. hægt í sumum tilfellum, en hlýtur að vera erfitt í öðrum. Davíð ( David ) Hume, kennifaðir raunhyggjunar, ræðir um það á einum stað um það sem hann kallar custum, en við getum kallað venjur eða vana: Mikill hluti skoðana manna koma til af því að menn venjast því að ákveðnir viðburðir gerarst í ákveðnu samhengi eða röð. Venja í þessari merkingu er hin mikli leiðtogi mannlegs lífs, segir hann ( inquiry bls. 58 ). En ef ég spyr þig: Hvers vegna hefur þú ákveðna skoðun á einhverju efni, þá dugir ekki að vísa í það að þú sért vanur að líta svo á. Endanlega hlýtur þú að finna einhverja ástæðu sem er fólgin í beinni skynreynslu eða staðreynd sem þú geimir í minni þínu.
Í tilefni af þessum orðum Davíðs ( David ) Humes má spirja: Það er að sjálfsögðu æskilegt fyrir öll fræði að hafa einhvern hornstein til að byggja á, en er þetta framkvæmanlegt? Er hægt að rekja alla þekkingu aftur til einnar uppsprettu? Flest það sem menn vita er fengið frá öðru fólki annað hvort beint eða úr bókum eða öðru prentmáli og það gæti reynst þung þraut að rekja allt sem einn maður veit aftur til beinnar skynreinslu eða athugunar á aðstæðum í náttúruni.











Við bót Sveips/Arnar
Ég er ósammála því að það sé þung þraut að rekja vitneskju manna aftur til bóknáttúrunar. Og því vegna þess, að öll þekking er komin frá henni uprunanlega, eða úr sál manna sem er um leið partur af bóknáttúrunar, og því er öll þekking komin frá henni. En svo er reindar annað mál, hve mikill viljin er til að skilja upplýsingarnar sem við fáum frá bókum, eða bók náttúrunar.
Er verið að minda sér skoðanir frá eigin forsendum eða fylgir maður bara straumnum og telur það sem flestir telja vera rétt, rétt. Áhverju byggja menn vissu sína? Á því sem þeir sjálfir skynja og sjá að sé rétt eða það sem talið er rétt allmennt.
Þarna er að finna leiðina að sanleikanum.


Langaði til að deila þessu með netheimum.

Sveipur/Örn.