Þegar þetta er skrifað er árið 2001.
Kannski óþarfi að minna ykkur á það,enda vona ég að þið vitið öll hvaða ár er núna.
En ímyndum okkur að einhver sem fæðist árið 2895 eigi eftir að lesa þetta,þá á hann eftir að velta því fyrir sér hvernig fólkið á okkar tíma hafi lifað.
Það er líka fremur ólíklegt að einhver eigi eftir að lesa þetta eftir 100 ár,þá verður þessi texti að öllum líkindun ekki til,því að hver myndi svosem nenna að geyma þetta?
Þegar fornleifafræðingar framtíðarinnar reyna að gera sér í hugarlund hvernig við lifum,þá eiga þeir ekki mikið til að spila úr. Skynsemin á bara eftir að spóla bjargarlaust,enda er ekkert til að keyra á. Dagblöðin í dag eiga kannski eftir að endast í svona 100-150 ár,þá eiga þau eftir að vera svo gömul og rotin að ekki verður hægt lesa neitt úr þeim. Geisladiskar eiga eftir að vera úreltir þegar líða tekur á aldirnar, og líka vegna þess að geymsluending þeirra er ömurleg. Sömuleiðis sjónvarpsútsendingarnar,maður sér strax hvort myndin sem maður er að horfa á sé frá 1980 eða 2000 út af myndgæðunum.
Fyrir mörgþúsundum ára var þetta allt annað mál. Þá skrifuðu forfeður okkar á steinhellur, máluðu með náttúrulegum litum á hellaveggi og á víkingatímanum var skrifað með jurtableki á kálfsskinn,sem geymist margfalt betur en blekið á dagblöðum nútímans.
Hvað eiga niðjar okkar eftir að halda um forfeður sína?
Ef ég setti mig í þeirra spor væri eðlilegasta skýringin sú, að með nútíma læknisaðferðum hafi mannkynið tekið svo mikla afturför,að við höfum skyndilega breyst í frummenn á örfáum öldum?
Mannkynið í dag er staðnað út af öllum þeim áhrifum sem bólusetningar og nútíma lyf hafa,svo ekkert er því til fyrirstöðu að við þróumst afturábak.
Sennilegt,ef hugsað er út í það að það verður bókstaflega ekkert vitað um lífshætti okkar, menningu ólíkra kynstofna né áhrifamikilla mmanna sem breyttu heiminum(sbr. Adolf Hitler, Thomas Alfa Edison,Albert Einstein,Walt Disney,Bill Gates o.s.fr.)
Auðvitað er ekkert mál að snúa þessari þróun við,rista heilan helling á steinrúnir með annaðhvort myndletri eða venjulegum bókstöfum og vona að fornleifafræðingar framtíðarinnar verði snjallir.
En afhverju ristu hellisbúarnir á hellaveggi? Mín persónulega skoðun er sú að ótti myndaðist við sömu þróun og ég er að skrifa um núna,enda sé ég engan annan tilgang með því að teikna myndir á veggi(samanber þá kenningu að steinaldarmaðurnn hafi verið mun gáfaðri en talið var,fornleifafræðingar eru gáttaðir á verklagni þeirra til að gera ýmis verkfæri sem fáir er nokkrir nútímamenn gætu gert með sömu verkfærum og þeir notuðu.) Svo að það þyrfti ógrynni af steintöflum til að lýsa þeim hlutum sem við viljum að verði mönnum ljóst eftir 500 og uppúr ár. Hugsið ykkur bara hvaða gífurlegt magn af upplýsingum það yrðu.