Kannski er þetta atriði mörgum sinnum búið að koma hérna inn á heimspeki,þið verðið að fyrirgefa ef svo er ekki.
Núna áðan var ég að lesa grein eftir Tannbursta,þar sem hann var að skrifa að ef ég hreyfi puttann frá stað 1 til stað 2 þá kemyur það svona út:
1——–2.
Og hann sagði einnig að puttinn væri þá aðeins á jafnmörgum stöðum og línurnar,ss. 8 staðir(eða milljón,það skiptir ekki máli) og að á milli hreyfinganna væri þá bara svart eða hvítt,ss. ekkert.
Ég er ekki alveg sammála þessu og vil koma því á framfæri að tíminn í veröldinni sem við lifum í líður ekki eins og í tölvuleik,heldur eru allt aðrar forsendur á því hvernig tíminn líður. það má svipa því til að ég sé að teikna mynd af Jóa, svo þegar myndin er fullgerð,þá sýni ég vinum mínum myndina og þeir segja: “Þetta er Jói!” og þótt að myndin sé af jóa, líti fullkomlega út eins og Jói þá er það ekki Jói sjálfur,því að Jói er Jói. Eða fór kannski eitthvað af Jóa á myndina,og það sé þá aðeins minna af Jóa en áður?
Svolítið ruglandi. En þarna var ég að reyna að líkja eftir hvernig tímanum líður í tölvu(þegar hún reynir að líka eftir hreyfingum með frames) og í raunveruleikanum.
Semsagt, ég myndi ekki líkja tímanum við því að hella boltum út glasi,því að þá dettur einn bolti í einu og þá er ekkert á milli þess sem enginn bolti er að detta út glasinu(í einu orði sagt: Frames.
Ég myndi frekar líkja tímanum eftir því ef þú helltir vatni út glasi. Það koma ekki smá vatnsklumpar úr glasinu og á milli þeirra hellist ekkert úr glasinu,heldur að það renni jafnt og þétt og án þess að nokkuð sé á milli þeirra.
Svo er eitt atriði sem einhver skrifaði um að það væri búið að sanna að tíminn líði eins og frames sem búið er að tengja saman. Þar sagði hann að þegar þú tækir ljósmynd af ör sem þýtur í gegnum lofðit,þá væri örin kyrr á myndinni,sem sannaði að þarna væri búið að ná einum ramma í tímanum.
Auðvitað er þetta vitleysa. Að sjálfsögðu líður tími á milli þess sem lokarinn á myndavélinni er opinn og lokaður þegar hann tekur mynd af örinni. Það má alltaf skipta tímanum niður í minni og minni einingar,því að þegar ég hreyfi höndina mína frá höfðinu mínu og niður á tær,þá hefur höndin verið á óteljandi stöðum,ólíkt því sem gerist í tölvuleik.
Kannski er þetta atriði um tímann búið að koma fram hér á huga,og þá vil ég biðjast afsökunar á þeirri leti minni að nenna ekki að fylgjast með öllum korkunum og greinunum sem hafa fylgt í kjölfarið á þessari grein Tannbursta. Þannig að þið verðið að fyrirgefa,því að ég veit hvað það er pirrandi að sjá einhvern skrifa um hlut sem hefur komið fram áður(svipað því og þegar einhver eignar sér hugmynd annara,maður finnut til þessara þægilegu hneykslunarkenndar sem kemur í mann).