þar sem það hefur ekki verið skrifið mikið hingað inn í nokkurn tíma, þá ákvað ég bara að senda þetta inn :P ..
Ég man eftir því þegar ég var í 7.bekk. Þá var mér tilkynnt af kennaranum mínum að ég hefði verið talin bráðgert barn, og mætti ég þess vegna sækja um námskeið í háskóla Íslands.
Ég var 12 eða 13 ára og fannst þetta þess vegna mjög spennadi og ákvað ég þess vegna að slá til.
Það voru mjög mörg spennandi námskeið í boði, eins og til dæmis í lögfræði og fleirra, en samt varð heimspeki fyrir valinu. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna, en mér fannst það bara hljóma svo vel.
Nokkrum vikum síðar mætti ég svo þarna í fyrsta skipti og býst við einhverri dagskrá..eins og er yfirleitt í byrjun námskeiða, en svo var ekki. Við settumst bara í hring og fórum í raun að spjalla um lífið og tilveruna. Og konan sem sá um kennsluna byrjaði yfirleitt á einhverri pælingu sem við gátum svo reynt að finna svarið við og rökstutt.
Þetta gat stundum orðið mjög spennandi ef maður tók mikinn þátt í umræðunni, en annars þá datt þetta niður, og þá var komið með aðra kenningu til að ræða um. Þannig gekk námskeiðið nánast fyrir sig allan veturinn.
Ári eftir þá gat ég aftur sótt um á námskeiði..en ég ákvað að gera það ekki vegna þess að kostnaðurinn var frekar mikill, og flest námskeiðin fóru fram um helgar.
Þannig að þetta námskeið féll bara í gleymsku hjá mér (sama þótt að það séu nú aðeins 3 ár síðan) …þangað til að ég fór að skoða þetta áhugamál. Þá fór þetta allt að rifjast upp.
En ég held að þetta námskeið hafi gagnast mér mjög mikið þar sem að rökhugsun mín hefur batnað eftir þetta og ég á ekki eins erfitt með að tjá skoðanir mínar fyrir framan aðra.
Ég veit svosem ekkert um það hvort ég hafi átt auðvelt með það fyrir þar sem að það reyndi ekki mikið á það. Þannig að ég lifi bara í þeirri trú núna að þetta námskeið eigi stóran hlut í því…þá veit ég allavega að þetta var hvorki peninga né tímasóun!
Það er gott…
Annars þá langar mig að spurja ykkur:
Er aldrei neitt eitt rétt svar við því sem talað er um í heimspeki?
Eru svörin í raun bara rökstuddar skoðanir?