Ég hef oft velt því fyrir mér hver staða mín í heiminum sé.
Er ég bara ein af mörgum milljarða manneskja, sem skipti í raun engu máli nema í mínu eigin lífi og nokkurra annara manneskja.
Eða, er ég miðpunktur heimsins, og heimurinn eins konar sviðsmynd fyrir líf mitt. Og tilvera alls annars fólks er byggð á því að vera í mínu lífi og búa til eins konar umgjörð um það.
Þetta er svoldið eins og pælingin í myndinni The Truman Show.
Ætli það sé ekki bara bæði rétt, öllum finnst hann vera miÐpunktur heimsins, en enginn er það í rauninni.
Ó jæja, það skiptir kannski engu máli hvað er rétt, það mun ekki breyta neinu