Ég var að hripa niður þessa grein rétt áðan sem “svar” undir þræðinum “big bang theory” en hef ákveðið að skella henni hér upp þar sem þetta virðist vera nokkuð vinsælt umræðu efni þessa daganna.

Um er að ræða hálfmótaðar kenningar sem ég er búinn að vera að spá í gegnum tíðina sem taka til big bang, ormagöng (lauslega; svart/hvíthol, baby universes og svo afstæðiskenninga Einstæns.

Vinsamlegast afsakið staðreynda villur ef þið finnið þær og endilega bendið á atriði sem fara fyrir brjóstið á ykkur, endilega að nefna heimildir ef þið munið hvaðan þær koma svo ég geti skoða þær sjálfur við tækifæri.

Það sem vantar í big bang er orsök… hvað olli því til að byrja með?.. ég vill meina að alheimurinn hefur alltaf verið til.. og að ástæða þess sé sú að frá aungvu kemur allt. ég skala reyna að útskýra.
Það sem ég geng útfrá er það að andstæða efnis sé ekki andefni eins og sumir vilja meina (sem er frekar efni úr fasa líkt og í rafmagnsfræðinni) heldur ekkert efni, eða bara “ekkert”. Fólk þekkir áhrif þess að of mikið efni safnast á sama stað eins og í risasól sem lætur undan eigin þunga og breytist í svarthol (lítið útskýrfyrirbæri) þá spyr ég; hvað gerist ef of lítið efni er á sama stað? um þetta er að ek held ferlega lítið vitað, vegna þess að allstaðar í kringum okkur eru einhverjir kraftar í gangi sem stafa af efnisleikanum (orka=efni, orka eyðist ekki hún breytir bara um ástand). ef efni/orka (allt) er einn póllinn og ekkert (ekkert efni og orka) er hinn póllinn þá geturðu litið á það sem svo að það liggji spenna þarna á milli sem við köllum þyngdarafl sem straum stefnu frá engu til alls (efnis).
Hvað gerist þá þegar of mikið af engu? ein vísbending sem ég hef er fyrir bæri sem lýsir sér þannig að á milli störnuþokka eiga sér stað orku “sprengingar” sem vara í örstuttan tíma og skila frá sér gríðalega orku í formi gamma geislunar að mig minnir. “A rift in space” er eitthvað sem mér dettur í hug. sem sé að á mótum áhrifasviða geimþoknanna, sem eru gíðalegarfjarlægðir, sé efnis heildin orðin svo þunn að það myndast pokar af “engu” og við það á sér stað andstæða þess að ofmikið sé á sama stað (neflilega svarthol), eitthvað sem má líkja við hvíthol Einsteins, uppspretta orku. Þessir pokar lokast þarafleiðandi um leið og þeir myndast þar sem að þar sem var ekkert er nú kominn einhver orka. Þetta á stærri skala gæti kannski verið það sem við köllum “big bang”, uppspretta alls sem við þekkjum.

Það vantar ýmisleg í þessar pælingar en það væri gaman að heyra í ykkur spökúlöntunum hvað þið hafið að segja.

t.d. hvað verður þá um orkuna í svarholum? kannski baby universes, eða heimur inn í heimi, ballið byrjar upp á nýtt á nýjum skala.. þar sem haldið er fram að tími og rúm sé bjagað þá gengur það mögulega upp. hver veit nema við sé bara stödd í slíkri súpu efniskjarna á mismunandi skölum.

mínir tveir aumu aura