Ég er ekki mikill heimspekingur en…
Hvers vegna er fólk alltaf að velta sér uppúr tilgangslausum spurningum eins og “Erum við í rauninni til?”, “Hver er tilgangur lífsins?”, “Er guð til?”, “Er til framhaldslíf”, o.s.f.?
Við getum sett það sem frumsetningu að við séum til, I think therefore I am og allt þar fram eftir götunum. Annað meikar einfaldlega ekki sens og allar Matrix samlíkingar meiga eiga sig.
Tilgangur lífsins? Að hverju stefnum við í lífinu? Einhverju sem veitir okkur hamingju, ekki satt? Spurningu svarað.
Í sambandi við guð: Ég get talið upp endalausar þversagnir og rök sem sanna að guð starfar ekki á einn hátt eða annan þar til að ég er komin að þeirri niðurstöðu að guð getur einungis verið til ef hann/hún/það er hlutlaust, massalaust, efnislaust og nánast tilgangslaust fyrirbæri sem hefur það starf eitt að vera einhverskonar huggun til að grípa í þegar verst stendur á hjá þeim sem ekki geta tekist á við raunveruleikan. Ég sé engan tilgang í því að fara út í skipulögð trúarbrögð þar sem hver og einn þenkjandi maður getur séð hversu mikil fáfræði og múgsefjun er í þeim fólgin.
Framhaldslíf? Hvaða tilgangi þjónar framhaldslíf? Einhverskonar viðverustaður “sálar” eftir dauða líkamans? Hvað er sál? Persónuleiki okkar? Hann getur breyst með líkamlegum sjúkdómum svo það getur ekki verið, og ef sálin er ekki persónuleiki okkar, kunnátta og lífsreynsla hvað er hún þá? Er hún tilgangslaus og hlutlaus eins og þessi guð? Hún á að vera við (as in U&I) í framhaldslífinu og ef ég er ekki persónuleiki minn hvað er ég þá? Einhver annar? Þá er þetta farið að vera frekar langsótt örþrifaráð til að fylla í efan sem fylgir endanleikanum.
Ef við erum eilíf hvað verður þá um okkur þegar alheimurinn líður undir lok? Höldum við áfram að vera til í heimi sem ekki er lengur til? Ef við endum með enda alheimsins, getum við þá ekki líka endað við dauða líkamans?
Er ekki einfaldasta svarið oftast rétta svarið? Þ.e.a.s. Guð, frahaldslíf og sálir eru ekki af augljósum ástæðum. Fyrir mér getur þetta alla vegana ekki verið mikið skýrara og ég sé enga ástæðu til að velta mér uppúr þessu (Jájá, ég veit ég skrifaði þessa grein en það er einungis vegna þess að ég var farinn að hlægja mig máttlausan af öllu bullinu sem er að finna undir Hugavísindi)