Hvað er það sem fær okkar til að meta skartgripi og peninga ofar
öðru fólki?
í okkar samfélagi er okkur yfirleitt aldrei ógnað af umhverfinu.
Við þurfum ekki að standa í því að veiða okkur til matar og við
getum verið næstum viss um að lifa þennan dag til enda.
Því miður eru enn leyfar í okkur sem endurspegla frumskógarlögmálið
óneitanlega. Sú staðreynd að við þurfum sífellt að eignast meira,
sama hversu mikið við eigum. Þetta eigum við gömlu góðu sjálf-
bjargarviðleytninni að þakka - að þurf að hamstra eins og við getum
af öllu, til þess að lifa af.
Ég las nýverið greinina um mannin sem fékk 3ja ára dóm fyrir
hrottafengna nauðgun. Eftir smá íhugun komu mér í hug allir lög-
fræðingarnir, og aðrir sem högnuðust á málinu. Ég skilið nema það
sé eina ástæðan fyrir þessum smánarlega dómi.
Það að geta breytt réttlætinu með smá pening endurspeglar svo
sannarlega græðgi mannskepnunnar. Réttarkerfinu verur heldur
ekkert breytt til hins betra, sérstaklega ekki ef það þýðir að þeir
sem stjórna voru litla krummaskuði, fái minna fyrir sinn snúð.
En ef við athugum málið komumst við að því að allir hugsa svona,
mismikið að vísu. Þetta er vandamál sem við getum ekki leyst, að
minnsta kosti kemur mér ekkert til hugar, sama hvað ég reyni.
Stjórnmál eru yfirfull af þessu, þrátt fyrir að það sjáist ekki
alltaf. Þetta hlýtur einnig að vera ein af grunnástæðunum fyrir
því hvernig maneskjur geta komið fram við hver aðra.
Fólk fær líka meiri dóma fyrir skattsvik en nauðganir eða morð.
En ástæðan hýtur að liggja augljós fyrir.