Ég set þetta hér í staðinn fyrir á áhugam+alin kettir eða tíska & útlit því þetta eru miklar pælingar.
Ég er ekki menntaður heimspekingur svo þið fáið ekki að sjá stór og falleg orð né einhverjar ógurlega fallegar og vel skrifaðar setningar sem fáir botna upp né niður í.
Allt í lagi. Ég var að pæla eins og vanalega í hinum ýmsu hlutum í tilverunni og ég fór að pæla aðeins í öllum þessum dýrum sem lifa með okkur á þessari einstöku plánetu. Ég er núna búinn að vera að pæla í dýrum í marga mánuði, í sambandi við það hvað sé að gerast inni í hausnum á þessum kvikindum og þá aðallega kettinum mínum. Pæliði aldrei í því hvað dýr hugsa? Ætli þau lifi bara í núinu (1 sek í senn og hugsa ekkert um fortíðina) eða ætli þau muni eitthvað? Kannski hugsa sum dýr til baka en önnur ekki. Hugsa t.d. kettir á mjá-mjá-máli eða gera þeir bara hlutina útaf eðli? Ég vildi að ég hefði svarið við þessu en ég hef það ekki rétt eins og allir sem eiga eftir að lesa þetta. Þetta er samt ekki aðalpælingin mín í dag þótt ég sé oft að hugsa um innra heilabú kisans sem ég á.
Það sem ég hef verið að pæla í er það af hverju við mannverurnar sýnum sumum dýrum samúð og miskunn en öðrum ekki. Ég er að reyna að komast að einhverrri niðurstöðu af hverju þetta stafar.
Dýr sem fá miskunn fá mannfólkinu:
Kettir
Hundar og auðvitað öll hin heimilisdýrin, hamstrar, kanínur o.fl.
Dýr í stærri kantinum ss. Ljón og þessháttar dýr
Falleg dýr t.d. litskrúðug fiðrildi eða eitthvað krúttlegt dýr
Og mörg fleiri dýr sem ég nenni ekki að telja upp
Dýr sem fá enga miskunn:
Fiskar. Af hverju fá fiskarnir enga miskunn?
Pöddur, flugur, köngulær, skordýr og allt þetta drasl.
Ljót dýr. Öllum er sama um ljót dýr, mér er sama um ljót dýr. Þau mega deyja, af hverju? Nú af því að þau eru ljót og þau skemma fallegu tilveruna okkar.
Við finnum enga vorkunn með dýrunum sem ég nefndi hérna áðan sem fá enga miskunn. Það má skjóta, rota, lemja, pynta og gera það sem maður vill við þessi dýr (bara svo að ég taki það fram er ég mikill dýravinur og geri engu dýri mein, kannski einstaka flugu en þá er spaðinn notaður) og það er í lagi. En það er annað með samúðardýrin. Það má ekki snerta þau, það ma drepa þau á kvalalausan hátt en ef einhver gerir þeim mein þá er sá hinn sami álitinn vera truflaður einstaklingur. Að meiða svona saklaust dýr, er eitthvað að? Samt má veiða fisk úr vatni með krók, draga hann upp á land sárþjáðan og kafnandi, bíða með hann í 2 mínútur og síðan berja hann til dauða með stein. Það er í lagi, bara ekki gera þetta við öll dýr, bara sum. Síðan leiddist þessi hugsun auðvitað út í okkur. Þetta sama gildir um okkur og það sem ég sagði í sambandi við ljót dýr. Við sýnum fallegu fólki samúð og viljum umgangast það frekar en ófallegt (ekki gott orð, veit það) fólk. Segjum það að það séu tveir einstaklingar að sækja um vinnu, Einn fallegur, einn ófallegur. Sá ófallegi er með betri menntun en fær samt ekki vinnuna. Svekkjandi fyrir hann, hann var ófallegur og fyrirtækið ræður bara fallegt fólk til starfa.
Mér finnst þetta bara vera svo skrýtið. Hefur einhver séð fallegan ruslakall? Ekkert að setja út á þá starfsgrein en þetta er sögð vera sú lægsta. “Ef þú ferð ekki í skólann þá átt þú eftir að enda sem ruslakall!” Hver hefur ekki heyrt þessa áður. Á hinn bóginn er bara fallegt fólk í stærri stöðum landsins. Þetta er eitthvað svo sálrænt að þetta er ofar mínum skilningi. Ef maður sér ófallegt fólk sem er andlit einhver fyrirtækis þá hugsar maður ósjálfrátt: “Ekki að fara að gerast að ég fari þangað” Það fer enginn að hafa ljótt fólk í stjórnunarstöðum eða í harri stöðu. Það er bara slæm markaðssetning. Markaðssetningin leiðir mig beint út í auglýsingar. Það er bara fallegt fólk í auglýsingum. Nú? Því maður sækir í það sem er fallegt miklu frekar en það sem er ófallegt. Kannski líður okkur betur að vera umhverfis fallegt fólk, fallegt fólk er vinsælt af því að manni líður vel umhverfis þannig fólk og finnst manni eiga meiri möguleika að fá athygli frá hinu kyninu. Það má einhver koma með einhverja mjög flotta skýringu á því af hverju fallegu fólki vegnar yfitleitt betur í lífinu en þeim ófallegu. Mannlegt eðli, rétt eins og með dýrin. Falleg dýr lifa, ljót dýr deyja.
Núna ætla ég að skrifa um efni sem væri alveg nóg í aðra grein en ég skelli þessu hér. Ætli það hafi skipt jafn miklu fyrir fólk sem var uppi fyrir tíma sjónvarpsins/tískubylgju hvort fólk hafi verið ljótt eða ekki? Ég held ekki. Ég held að fólkinu hafi bara verið nokk sama um hvernig þau litu út. Ég er ekki að segja að það hafi ekki laðast að fallegu fólki en ég hef það á tilfinningunni að það hafi ekki skipt jafn miklu máli eins og það gerir í dag. Í dag er fegurð allt eins og ég var að tala um áðan. Ég veit hreinlega ekki hvenær það fór að skipta svona miklu meira máli að vera myndarlegur. Kannski fyrir 50 árum, kannski fyrir 20, kannski hefur það alltaf skipt máli ég veit það ekki. Tjá sig um þetta.
Þetta er mjög samhengislaust ég geri mér grein fyrir því og farið yfir mjög mikið á fáum orðum, ég varð bara að koma þesum pælingum niður á blað. Ekkert sérstaklega nýjar pælingar nema kannski fyrir utan miskunn og ekki miskunn gangvart sumum dýrum en það er endalaust hægt að ræða þetta. Ég ætla rétt að vona að þetta verði birt annars verð ég klikkaður :D
P.S. Hvað ætli kisinn sem er á myndinni sé að hugsa?
Ég held að hann sé að pæla í því hvað í fjandanum þetta fólk sé að gera við mig.
Og plís ekki koma með eitthvað “Ertu ljótur og ert afbrýðisamur út í mig” Ég nenni ekki að lesa þannig.
Er einhver þarna sammála mér í einhverju?