Frelsi Til að Fagna
Frelsið er okkur mönnum mjög mikilvægt en reynist þó sumstaðar mjög dýrkeypt en annarstaðar mjög sjálfsagt.
Frelsið er mjög mikilvægt í mótun okkar samfélags og að hver og einn sé frjáls er grundvöllur lýðræðis og skoðanaskipta líðandi stundar.
En þegar talað er um frjálsan vilja getur varla verið að átt við að vilji manna geti óhindrað gert það sem hann vill. Vilji manns er ekkert annað en samspil hugsana, geðshræringa, athafna og erfitt að sjá hvaða merkingu það getur haft að tala um að vilji manns ráði sér sjálfur eða vilji þetta eða hitt.
Orðið “Frelsi” er fólgið í því að ráða sér sjálfur í hversdagslegum skilningi. Hægt er að túlka það á marga vegu t.d frelsi gagnvart öðrum, trúfrelsi, ferðafrelsi, málfrelsi eða atvinnufrelsi.
Mikilvægt er að hver og einn hafi sína trú en trúarbrögð eru nær allstaðar iðkuð víðsvegar um heimin í miklu mæli og á mismunandi vegu. Sumstaðar eru ríkjandi trúarbrögð og annarstaðar eru þau ekki viðurkennd. Í Landi eins og Kína eru til harðar refsingar ef menn iðka aðra trú en eru viðurkenndar í lögum og til eru ófá dæmi um fólk sem hefur fórnað sér fyrir trúna og málstaðinn. En að fólki skuli vera refsað fyrir eitthvað sem t.d landslög ná ekki höndum yfir er náttúrulega bara siðferðislega rangt þó svo að viðmið þeirra einstaklinga sem búa þarna séu gjörólík. Það skerðir rosalega frelsi einstaklingsins ef hann fær ekki að hafa sína trú í friði, þar sem að hún á að vera svo persónuleg og mikil nánd við almættið.
En auðvitað er frelsið takmarkað gildum og viðmiðum í hverju samfélagi fyrir sig. Afbrotamenn fara í fangelsi fyrir að brjóta af sér og þar eru þeir hýstir til að frelsi annara sé ekki ógnað á meðan. Þeir sem eru veikir á geði alvarlega hljóta vistun á geðsjúkrahúsum og oft á tíðum í einangrun, þar sem þeirra frelsi er algjörlega svipt til þess að þeir geti ekki verið hættulegir sjálfum sér og umhverfinu.
Tjáningafrelsið er undirstaða þess að búa í lýðræðisríki, þar sem menn geta látið allt flakka, skoðanir sínar á ýmsum málefnum og til að geta sagt hvað þeim finnst. Til að geta skipst á rökum og komist að niðurstöðu um tiltekið mál þarf algjört tjáningafrelsi að ríkja. Að mönnum sé ekki refsað eða útskúfað vegna orða sinna og ef það fær ekki að njóta þess réttar að vera sjálfum sér samkvæmur þá varðar það frelsi hvers og eins.
Þó svo að Frelsi sé mjög vanmetið af þeim sem hafa allt til alls þá er eiga allir að hafa rétt til þess að lifa sem manneskjur og lifa sem frjálsir einstaklingar í frjálsu landi og í sama hvaða formi það birtist…….
Heimildir voru grimmilega stolnar með óbeinum orðum af hinum og þessum vefsíðum, þá einna helst Vísindavef Háskólans.