Góð grein,fékk mig til að pæla í “sögu” sálarinnar, hef ekki gert það áður :)
En þó að í flestum menningarsamfélögum (ath ekki öllum!) sé trú á tilveru sálarinnar og líf eftir dauðann, þá eru hugmyndirnar um þetta nokkuð mismunandi eftir trúarbrögðum. td hefur sálin upphaf? Og er maðurinn einn um það að hafa sál, eins og kristnir, múslimar ofl trúa? Eða hafa dýr líka sál,-Búddismi, Hindúismi ofl.
Ef maðurinn er eina dýrategundin með sál, hvar í þróuninni öðlaðist hann hana? 2 mín. áður en hann fann upp eldinn ;) ?
Og ef aðrar lífverur en en maðurinn hafa sál, eru það þá allar lífverur, örverur líka ? Eða eru þar einhver mörk? td bara, spendýr? eða bara lífverur sem teljast til dýraríkisins? Því ekki plöntur, eða veirur?
Annars virðist Homo sapiens sapiens ekki hafa verið einn um trú á líf eftir dauðann, Neandertalsmaðurinn stundaði útfararsiði sem benda til þess að hann hafi búst við öðru lífi, og það eru fyrstu menjar um hugsanlega trú lífveru á sál