Pétur Gautur hefur lent í sjávarháska og var nær dauða en nokkru sinni fyrr. Kemur þá ekki farþeginn sem áður hafði ásótt hann og vildi minnan á líf hans hér við þröskuld dauðans (þetta nvar sennilega einnkurskonar guðlegur boðberi). Það lítur út fyrir að Pétur ætli að lifa af enn eina ferðina.

Gautur: Vík burt, fúli fjandi!
Ég forðast dauða og næ landi
Farþegi Það verður sem vænta mætti!
Hver ferst í miðjum fimmta þætti?
(Hann líður burt)
Gautur: Viti menn ! hann lét verða af svari.
Hann var þá siðaprédikari

Mað þessu er gefið í skin að Farþeginn viti mæta vel að hann er aðeins persóna í bók/leikriti , þar sem stund þessi er að eilífu stödd í miðjum fimmta þætti/kafla.
Þetta greunar Pétri ekki því höfundur ljóðleiksins skrifaði persónuna þannig að hún hélt að hún væri til íl alvörunni. Sama gildir um flest allar aðrar skáldaðar persónur og þess vegna ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að viðmælandi Péturs virtist vita það og þar með undirstrikar hann að þetta sé aðeins gerviveröld og Pétur ekki lifandi heldur er hann látin halda að hann sé lifandi. Þetta var mjög einkennandi fyrir tíðarandan sem ríkti er bókin var skrifuð (rómantík) þar sem veröldinn væri aðeins blekking og sem skynfærin okkar séu hlekkjuð til að beyjga sig fyrir. Meira segja gekk svo langt að séu ekki til heldur höldum það bara. Rómantíkusar þráðu að sameinast hinni stórru voldugu nátturu, hinu einu sönnu, og gagnhvart henni erum við frekar “fake”. Og svo lítilmótleg að það sé hugsanlega mögunlegt að við séum aðeins lítið brot í sögu og þar sem yfirsjón okkar er svo lítil að við reynum að einbeita okkur við að halda við séum til þótt svo sé í raun ekki heldur er sagan bara skrifuð svona, hún er skrifuð þannig að persónurnar hver um sig eru alltaf að framkvæma einhverja athafnir og sagan er líka svoleiðis skrifuð að hver um sig er fullviss um tilveru sína. Og ef svo sé er þá ekki þetta litla greinkorn mitt hérna eins og “farþeginn” í Pétur Gaut veit sannleikan en afhverju; út af því að höfundurinn skrifaði farþegann/mig þannig að hann viti sannleikann ekki afþví að ég/farþeginn komst af því sjálfur.
Ég er ekki að reyna að upphefja sjálfan mig eitthvað með þessum skrifum heldur var ég bara að pæla(eins og heimspekingum er gjarnan tamt) í beinu framhaldi af því sem ég var að lesa og sjá.

Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen(1828-1906) þýtt yfir á íslenku af Helga Hálfdanarson

nologo