Einn daginn vitum við allt.
Einn daginn verður ekkert eftir til þess að rannsaka.
Það eina góða sem heimurinn hefur fært okkur er heimskan. Við fæðumst saklaus og vitlaust. Vitum ekki um illskuna í heiminum.
En með tímanum sjáum við viðbjóðinn sem lífverurnar hafa uppá að bjóða.
Við höfum ekki hæfileikann til að sjá alla hluti, og þakkið fyrir það.
Við leitumst við að svara stóru spurningunum en okkur var aldrei ætlað að svara þeim. Við eigum ekki að skilja ástæðuna fyrir hverri hugsun, við eigum ekki að geta vísindalega sannað tilvist guðs. Þá væri ekki hægt að trúa á hann, einungis hægt að vita af honum og tilbiðja hann.
En einn daginn vitum við allt, vísindi, tilfinningar okkar og aðrir þættir verða lagðir saman eins og brot úr púsluspili og við munum sjá raunveruleikann blasa við okkur og þá munum við öll sturlast og fólk mun hlaupa um göturnar, brennandi börn eltast við skopparabolta og guð fellut tár yfir því að hafa ekki falið leyndarmálið sitt nægilega vel.