Nú hef ég verið að hugsa um þetta ,,meiri hlutinn ræður\“. En pælum aðeins í þessu. Við vitum að í stórum hóp eru ekki margir snillingar, meira svona einn og einn sem sker sig úr. Þeir eru því í minnihluta. Hverjir eru þá í meirihluta? Væntanlega þeir vitgrennri. Því gefur augaleið að að í stórum hóp eru fleiri heimskir en gáfaðir. Þá eru vitgrannir í meirihluta (sbr. ,,fólk er fífl\”). Það vita allir að heimskt fólk kemur með lélegri hugmyndir (eru einfaldlega heimskari) en gáfað fólk og oftast verri fyrir vikið. Gáfað fólk kemur hins vegar venjulega með gáfulegar og oftast nokkuð góðar hugmyndir. Er það þá málið að láta heimskingjana ráð yfir þeim gáfuðu? Heimskingjahimnaríki? Aristóteles hjálpaði mér pínulítið með þetta. Þetta er bara útilokunaraðferðin, og af einu leiðir annað. Gefið endilega álit ykkar.

Hið andlega þenkjandi ungmenni (og sérvitringur í meira lagi):

\“Rumputuski\”