Þessi (vonandi) grein er svar við korki sem snerist um það hvort heilbrigð skynsemi hefði eitthvað að gera með heimspekilega umræðu.
Heilbrigð skynsemi á miðöldum sagði að heimurinn væri flatur. Heilbrigð skynsemi Aztekanna sagði að það væri æskilegt og gott að fórna fólki. Heilbrigð skynsemi er ofmetin.
Á hinn bóginn segir heilbrigð skynsemi okkur að allt sem við sjáum og skynjum sé raunverulega til staðar og að það séu til staðreyndir sem eru nánast óvéfengjanlegar (þó þær séu það nær aldrei alveg eins og ég hef áður bent á). Heilbrigð skynsemi segir okkur að það sé ekki ástæða til þess að efast um þessar staðreyndir og það gerir heimspekilega umræðu mögulega, þar sem heimspekileg umræða byggist á rökum sem síðan byggjast á staðreyndum.
Það er þó sjaldan (ef nokkurn tímann) góð röksemdafærsla að segja að allir sem hafa snefil af heilbrigðri skynsemi hljóti að sjá að eitthvað sé rétt.