Ég verð nú að taka upp hanskan fyrir Froztwolf, þó ég viðurkenni að það er hæpið að gagnrýna heimspekinámið í HÍ ef maður þekkir það ekki af eigin raun. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Froztwolf hafi rétta “meiningu” (sbr. Gorgías; þe maður getur vísað ferðalangi leið að stað sem maður hefur ekki komið á sjálfur, og haft rétt fyrir sér.)
Ég samþykki að heimspeki þarfnist fræðilegs grunns, þe reynslu fortíðar, til að taka “framförum”.
Heimspeki í sinni hreinustu mynd, eins og ég skynja hana, verður að vera laus við öryggislínur, ef þið skiljið hvað ég meina.
Heimspekin krefst færni, sem lærist aðeins á því að klifra sjálfur, þe jafnvel að finna upp hjólið getur gefið þér ómetanlega reynslu og færni. Það er einmitt þessi færni, sem skapar heimspekinginn í feitasta skilningi. (Ég er NB að líkja heimspekinni við klettaklifur, sem í sinni hreinustu mynd er án öryggislína.)
Ég fell í kategoríuna: ..hef ekki farið í málstofur í heimspekiskor í HÍ, ss stundaði nám við heimspekiskorið 1.árið.
Skv. minni reynslu, úr HÍ, er aldrei tími fyrir heimspeki í sinni lifandi mynd, hreinu mynd. Þe heimspekin þarf að ganga í báðar áttir, til að vera lifandi, þe samræður. Eins og málum er háttað er einstefna ríkjandi, þe kennari talar nemendur hlusta, með fáum undantekningum. (Mig grunar að ég hafi verið orsök margra slíkra undantekninga, og aflað mér fjandskapar og velvilja, eftir atvikum, með því að gerast þessháttar undantekning.) Málstofur gætu verið stundaðar á heimspekilegri forsendum. En ef þær eru eina undantekningin, þá þykir mér námið samt of rýrt til að hlúa að hugsun nemanda.
Ekki má skilja mig sem svo að það eigi að rýra fræðilegan hluta námsins. Ég vil aðeins bæta við samræðum, og verkefnum sem reyna á sjálfstæða og frjóa hugsun. Ritgerðir eru eru ágætar en eiga sér takmörk líka, verkefni gætu verið fleiri og styttri. Fílan var kaldhæðnislega, mun sannara heimspekinám, en aðrir kúrsar í heimspekiskor.
Með reynslu af námi í lífefnafræði í HÍ hef ég eitthvað til að miða við.. Mín reynsla af fyrirlestrum í heimspekiskor er að þeir eru sorglega ofmetnir. Ég skrifaði vart staf í glósur, og fann aldrei þörf til að kíkja í einhverjar glósur þó þær hefðu verið til staðar. Enda fundust mér fyrirlestrarnir tímasóun, og hætti að sækja þá að mestu, og eyddi þess í stað tímanum í að lesa námsefnið. Bækurnar sögðu mun betur það sem kennararnir voru að segja, auk þess að fara mun dýpra í pælingarnar en kennararnir hættu sér. Á þessu voru undantekningar, en málið er að þær voru einmitt það, undantekningar. ..Málum er ólíkt háttað, þar sem ég var áður, í raunvísindadeild.
Annað sem kom illa við mig, og kom mér á óvart, var tilhneiging til að taka búta og glefsur úr heimspekiverkum og púsla þannig saman námsefninu úr glefsum og brotum. Mér þætti meira vit í að kenna minna fjölbreittara efni, og taka þá heimspekiverk fyrir í heilu lagi. Heimspekiverkin voru ætluð (skrifuð) í samhengi, brot geta beinlínis verið villandi. Mér virtist eins og heimspekinemar ættu að læra sína heimspeki eftir að þeir lykju námi eða þegar þeir væru ekki að stunda námið í heimspekiskor. Þá á ég við, að ef maður fer í gegn um námið, sem samanstendur af glefsum; þá er það fyrsta sem maður þarf að gera eftir námið að fylla í eyðurnar og lesa heimspekiverkin í heild.
Ég vil undanskilja rökfræðikúrsana frá ofansögðu, þeir eru til fyrirmyndar. Raunar þá finnst mér ég hafa grætt mest á rökfræðinni, eftirá að hyggja.
Ss til að reyna að taka þessar hroðvirknislegu línur saman.. Þá ætti maður að fara í heimspekiskor til að læra fræðileg vinnubrögð í heimspeki. Ef maður vill læra heimspeki, þá ætti maður að finna góða seríu af heimspekisögu, og lesa rækilega. Verða sér svo úti um frumverkin, hornsteinana fyrst, og lesa frumritin í heilu lagi, eftir eigin hentugleika.
Ss háskólanám í heimspeki, er gróflega ofmetið!