Mig langar að lýsa yfir frati á hvernig heimspeki gengur fyrir sig í dag, t.d. í háskólanum. Það telst enginn hafa vit á heimspeki nema hann hafi lesið og lært kenningar gömlu meistaranna og það sem verra er, tileinkað sér þær. Ég sem hélt alltaf að heimspeki væri um að hugsa sjálfstætt án hindrana frá öðrum.
Segið mér, hvaða kenningar tileinkaði Sókrates sér sem gerðu hann svo góðann í heimspeki að hann er kallaður faðir hennar?

Mér finnst að það ætti að eyða meira púðri í að hjálpa fólki að hugsa með gagnrýninni hugsun, hugsa rökrétt og hvernig á að finna viðfangsefni, í stað þess að fylla hausinn á heimspekinemendum með úreltum kenningum og helling af gömlum sögugögnum.
Auðvitað er margt sem þessir gömlu kallar eru að segja rétt, en það er nógur tíma til að lesa verk þeirra þegar maður er búinn að læra að hugsa sjálfstætt. Þú lærir aftur á móti ekki að hugsa sjálfstætt eftir að lesa öll þessi verk á þremur árum. Meðvitað eða ómeðvitað muntu alltaf draga heimspekilegar ályktanir á einhvern hátt úr þessum ritum.
kv.