Skoðið það sem þeir eru að segja, athugið bækurnar sem þeir vitna í, til dæmis var Kanslarinn einhvern tímann að vitna í bók og þegar ég komst að því að hún var ævaforn og á greinilega ekkert sameiginlegt með því sem vísindamenn eru að hugsa í dag.
Þegar vitnað er í Talmúðina er mjög líklegt að það sé tekið úr áróðursbókum gyðingahatara/nýnasistaheimasíðum sem gera alveg út á það að mistúlka það sem kemur þar fram. Talmúðin er gríðarlega mikið rit og þeir koma fram með eina og eina setningu rifna úr samhengi, illa þýdda og misskilja hana viljandi.
Munið að þeir fela fordóma sína bak við slíkar misstúlkanir, þeir líta fram hjá augljósum staðreyndum, þeir hunsa mannkynssöguna og félagslegt óréttlæti til að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu.
Munið að sannleikurinn og þekking stendur með ykkur.
En það sem þið þurfið að muna er að þrátt fyrir öll “rök” rasistana þá eru þau aldrei ástæður fyrir fordómum þeirra, “rökin” eru afsakanir, þeir eru að reyna réttlæta sig. Grunnurinn af þessu er að þeir vilja trúa að þeir séu betri en aðrir, sannleikurinn á aldrei eftir að bíta á það. Þeim langar til þess að trúa að þeir séu eðlislega betri en aðrir og þeir gera allt sem þeir geta til að réttlæta sig. Í raun eru “rök” rasista nútímans alveg sami hlutur og þegar fólk í Evrópu bjó til sögur um að gyðingar fórnuðu börnum eða væru með hófa eða klaufir, þetta er allt til þess gert að hafa réttlætingu fyrir hatri og fordómum. Fordómarnir koma fyrst og síðan leita þeir að réttlætingu.
Og lokaorð til þeirra sem verja málfrelsið sífellt þó það sé augljóslega misnotað og mistúlkað til að verja rasistaáróður: Ykkar er ábyrgðin, þið eigið að rífast, þið getið ekki predikað málfrelsi og síðan haldið kjafti þegar rasistarnir eru að breiða út sora með vernd ykkar.
<A href="