Hvað er fullkominn vinur?
Eftir töluverða umhugsun og hárreytingar hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu í nokkrum liðum. Góður vinur á að vera:
a)Hress og skemmtilegur, (má þó eiga sína slæmu daga… eins og aðrir).
b) Honum þarf að vera hægt að treysta fyrir leyndarmálum.
c) Miskunnsamur, hann verður að geta fyrirgefið mistök þvi öllum verður jú á í messunni.
d) Tillitssamur og umburðarlyndur.
e) Hann þarf að þekkja veikleika manns og hafa lag á því að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni.
f) “Shoulder to cry on”… hann þarf að standa með manni í gegnum súrt og sætt, sama hversu mikið fífl maður er.
g) Hann þarf að vera ríkur og hann á alltaf að splæsa á mann! :)
h)Hann má ekki vera sætari en maður sjálfur!
og síðast en ekki síst…
i) Traustur og trygglyndur, hann ætti að taka upp hanskann fyrir manni þegar maður hefur gert einhvern skandal og allir aðrir hafa snúið baki við manni.
En að sjálfsögðu er hinn fullkomni vinur ekki til og ekki eru allir englar þótt þeir líti kannski út fyrir að vera það. Maður verður bara að taka kostum og göllum hvers og eins, með bros á vör, þá fer allt vel.
Ef einhverjir hafa einhverju við þetta að bæta, endilega hripið til mín nokkrar línur, thank you, spank you and goodbye!